© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.7.2014 | 23:01 | sara
Enn einn naumur ósigur íslensku stúlkanna í Rúmeníu
Ísland lék gegn heimaliði Rúmena á EM í Timisoara í kvöld og var þetta seinni leikur liðsins í milliriðli. Leikurinn var 5. leikur íslenska liðsins og 5 dögum á meðan Rúmenar höfðu leikið þrjá og tapað þeim öllum. Sigur í leiknum myndi þýða að íslenska liðið myndi spila um 12.-14. sæti en með ósigri 15.-17. sæti. Rúmenar fjölmenntu á áhorfendapallana á meðan íslenski fáninn var frekar einsamall á áhorfendabekkjunum.

Íslendingar hófu leikinn í góðri pressuvörn og féllu úr henni aftur í svæðisvörn sem skilaði góðri byrjun. Bríet Sif var öflug í sóknarleiknum og aðrir leikmenn fylgdu i kjölfarið. Ísland var yfir að loknum 1. leikhluta 18-12.

Í 2. leikhluta náðu Rúmenar betri tökum á sínum leik en Íslendingar héldu þó frumkvæðinu. Rúmenar settu grimma pressu á stelpurnar, eins öll liðin hafa gert í mótinu til þessa, og uppskáru auðveldar körfur. Sólrún Inga Gísladóttir kom sjóðheit af bekknum og setti 2 þrista. Í hálfleik var staðan 34-30 Íslandi í vil.

Í 3. leikhluta komu Rúmenar enn grimmari til leiks og náðu betri tökum á sóknarleik sínum. Góð sókn íslenska liðsins hélt stelpunum inni í leiknum þar sem stöllurnar Sara Rún og Sandra Lind fóru fremstar í flokki. Undir lok 3. leikhluta meiddist Sandar Lind á hné en eins og sannur fyrirliði lét hún Maríu sjúkraþjálfara tjasla sér saman og krafðist þess að fá að fara aftur inná völlinn. Staðan að loknum 3. leikhluta var 54-53 og spennan í algleymingi.

Í lokaleikhlutanum skiptust liðin á að hafa forystu. Rúmenar virtust ætla að landa sigri í stöðunni 72-66 með aðeins 2:30 eftir á klukkunni. Með harðfylgi náðu íslensku stelpurnar að minnka muninn niður í 71-72 þegar 40 sekúndur voru eftir af leiknum. Rúmenar fengu marga sénsa til þess að sigra leikinn af því íslenska liðið steig ekki nægjanlega vel út eins og oft áður í keppninni. Að þessu sinni reyndist það banabiti okkar á lokasekúndunum því auk þess sem Rúmenar tóku 3 sóknarfráköst í lokasókninni þá tóku þær einnig sóknarfrákast eftir eigið vítaskot. Í kjölfarið á þessu sóknarfrákasti skoruðu Rúmenar þriggja stiga körfu og stigu trylltan sigurdans.

Enn einu sinni í keppninni vantaði herslumuninn til að landa sigri. Eftir aðeins einn sigur í sex leikjum er ljóst að íslenska liðið spilar um sæti 15-17. Framundan eru tveir leikir hjá íslenska liðinu, á fimmtudag og föstudag. Þrátt fyrir brösugt gengi er hópurinn staðráðinn í að enda mótið með jákvæðum hætti.

Stigaskor:
Sara Rún 22 stig (12 fráköst, 6 stoðsendingar)
Sandra Lind 12 stig (4 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolnir boltar og 4 fiskaðar villur)
Sólrún Inga 12 stig (3 fráköst, 83% skotnýting)
Bríet Sif 9 stig
Elsa Rún 7 stig (7 fráköst, 2 varin skot og 4 fiskaðar villur)
Guðlaug Björt 4 stig (5 fiskaðar villur)
Þóra Kristín 3 stig (3 fráköst)
Sólrún S 2 stig (4 stoðsendingar)
Elínora 1 stig (2 fráköst)

Að þessu sinni var það Sandra Lind sem var valin maður leiksins eftir frábæran leik.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Njarðvíkingar urðu Íslandsmeistarar karla 1998 eftir úrslitaeinvígi við KR. Aftari röð frá vinstri, Brynjar Ásmundsson vatnsberi, Gunnar Þorvarðarson formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur, Einar Árni Jóhannsson aðstoðarþjálfari, Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari, Örvar Kristjánsson, Kristinn Einarsson, Páll Kristinsson, Petey Sessoms, Ægir Gunnarsson, Sævar Garðarsson, Sara Guðmundsdóttir sjúkraþjálfari og Bjarni Bragason vatnsberi. Fremri röð frá vinstri: Teitur Örlygsson með dóttur sína Ernu Lind í fanginu, Guðjón Gylfason, Ragnar Ragnarsson, Friðrik Ragnarsson, Logi Gunnarsson og Örlygur Sturluson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið