© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.7.2014 | 20:17 | sara
Grátlegt tap eftir framlengdan leik gegn Dönum
Sara Rún valin maður leiksins og pósaði eins og hafmeyja að ósk þjálfaranna
Íslenska liðið mætti vel stemmt til leiks og sóknarleikur þeirra var ágætur en vörnin sat á hakanum í kjölfarið sem skilaði Dönum 26 stigum í leikhlutanum. Staðan að loknum 1. leikhluta var 26-17 Dönum í vil.

Í 2. leikhluta tókst Íslendingum að bæta varnaleikinn og stelpurnar spiluðu áfram glimrandi góðan sóknarleik. Undir lok hálfleiksins skoraði Guðbjörg Ósk Einarsdóttir þriggja stiga flautukörfu úr horninu og minnkaði muninn niður í 4 stig, 41-37.

Í 3. leikhluta héldu Íslendingar áfram að spila vel og náðu forystu fyrir lokaleikhlutann 57-54. Danir voru mjög baráttuglaðir í fráköstum í 3.leikhluta eins og allan leikinn.

Í 4. leikhluta var baráttan í algleymingi og liðin skiptust á að hafa forystu. Íslendingar lentu í villuvandræðum og misstu Söndru Lind útaf með 5 villur þegar 6 mínútur voru eftir af leiknum. Á lokaandartökum leiksins dæmdu dómarar leiksins mjög umdeildan ruðning á Söru Rún, sem var jafnframt hennar 5. villa í leiknum. Þetta gerðist þegar 6,5 sekúndur voru eftir af leiknum og fengu Danir boltann á kjörstað en Íslendingar stóðust síðustu sókn Dana og grípa þurfti til framlengingar.

Í framlengingunni var allt á suðupunkti og sigurinn hefði getað dottið hvoru megin sem var en að þessu sinni fell hann hendur danska liðsins.

Þessi ósigur hefur lítið að segja upp á framhaldið en fyrir leikinn var vitað að íslenska liðið myndi spila um 9.-17. sæti í mótinu. Sú keppni hefst á morgun þar sem Íslendingar mæta sterku liði Bosníu og hefst sá leikur kl. 15:00 að íslenskum tíma.



Stigaskor:
Sara Rún 27 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar, 8 fiskaðar villur og 4 stolna bolta)
Bríet Sif 12 stig (2 stoðsendingar)
Þóra Kristín 12 stig (80% skotnýting, 100% vítanýting og 3 stoðsendingar)
Guðlaug Björt 11 stig (5 fráköst, 3 stoðsendingar)
Elsa Rún 7 stig (5 fráköst, 2 stoðsendingar og 5 fiskaðar villur)
Guðbjörg 6 stig (2/2 í þristum)
Margrét Ósk 5 stig
Sandra Lind 4 stig (3 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolnir boltar)
Sólrún S með 1 stig (3 fráköst)
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá lokahófi KKÍ í gamla Broadway í Mjódd.  Jón Sigurðsson og Einar Bollason.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið