S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
20.7.2014 | 20:14 | sara
Fyrsti sigur u18 ára liðsins í höfn í Timisoara
U18 ára stelpurnar okkar unnu flottan sigur á Sviss í dag
í 2. leikhluta hafði Ísland áfram frumkvæðið, tölurnar 22-9 og 28-15 sáust á stigatöflunni. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í fyrri hálfleiknum og Ísland með yfirhöndina í leiknum. Þegar flautað var til háflleiks var staðan 28-19. Minnugar þess hvernig 3. leikhluti fór forgörðum kvöldinu áður ætluðu íslensku stelpurnar að koma ákveðnar til leiks í síðari hálfleik. Þrátt fyrir það tókst svissneska liðinu að koma sér betur inn í leikinn og náði að minnka muninn niður í 6 stig, 41-35, fyir lokaleikhlutann. Í 4. leikhluta náðu svissnesku stelpurnar forystu 41-43 og fór þá verulega um íslenska hópinn. Þá kom íslenska hjartað í ljós hjá stelpunum okkar og með mikilli baráttu og útsjónasemi lönduðu þær 12 stiga sigri, 58-46. Kærkominn fyrsti sigur liðsins á Evrópumótinu í höfn. Sigurinn í kvöld var sigur liðsheildarinnar. Eftir tvö svekkjandi töp má segja að sjálfstraustið hafi beðið hnekki og mikilvægt fyrir framhaldið að sigra þennan leik. Margir leikmenn liðsins stigu upp í þessum leik, ekki síst undir lokin þegar mest reyndi á. Stigaskor: Sara Rún 19 stig (11 fráköst, 2 stoðsendingar og 3 stolna bolta) Guðlaug Björt 14 stig (4 stoðsendingar, 8 fiskaðar villur) Elsa Rún 12 stig (7 fráköst) Sandra Lind 8 stig (10 fráköst, 2 stoðsendingar) Sólrún S með 3 stig Þóra Kristín 2 stig Maður leiksins að þessu sinni var Sara Rún og fékk hún að launum fána svissneska körfuknattleikssambandsins. Leikjaplanið er þétt hér í Timisoara og spila stelpurnar á morgun á móti Dönum. Þær hafa eins og íslenska liðið einungis sigrað einn leik á mótinu. Leikurinn hefst kl. 12:45 að íslenskum tíma og hvetjum við ykkur lesendur góðir til þess að fylgjast með leiknum á Livestattinu. |