S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
19.7.2014 | 20:07 | oskaroj
Silfrið staðreynd hjá stelpunum eftir sex stiga tap
Íslenska liðið réð líka ekkert við hina 18 ára gömlu Sigrid Koizar sem var með 32 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst í þessum leik en hún hitti úr 69 prósent skota sinna. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest hjá íslenska liðinu með 18 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar en bæði Sigrún Ámundadóttir (14 stig og 10 fráköst) og Ragna Margrét Brynjarsdóttir (14 stig á 20 mínútum) komu sterkar inn af bekknum. Pálína Gunnlaugsdóttir (13 stig) og Hildur Sigurðardóttir (11 stig) voru einnig í hópi þeirra sem skoruðu yfir tíu stig í leiknum. Íslenska liðið komst í 15-4 og 18-6 í upphafi leiks en var engu að síður undir eftir fyrsta leikhlutann eftir að þær austurrísku enduðu hann á 18-4 spretti. Austurríki var þremur stigum yfir í hálfleik, 45-42, en lögðu grunn að sigrinum með því að vinna upphafskafla seinni hálfleiksins 17-5 og komast fimmtán stigum yfir. Ísland náði að minnka muninn í fjögur stig í fjórða leikhlutanum með góðri baráttu og vel heppnaðri svæðisvörn en nær komust þær ekki og austurríska liðið landaði sigrinum. Þetta er í annað skiptið í röð sem Austurríki vinnur Evrópukeppni Smáþjóða en liðið vann einnig þessa keppni fyrir tveimur árum. Ísland spilaði þarna sinn fjóða úrslitaleik og varð að sætta sig við silfrið í annað skiptið. Íslenska liðið byrjaði mótið á þremur öruggum sigrum en því miður kom slæmi leikurinn á úrslitastundu. Íslenska liðið lenti í miklum villuvandræðum eftir frábæra byrjun og missti við það dampinn. Heimastúlkur voru fljótar að nýta sér það og litu ekki til baka eftir það. Tölfræði íslenska liðsins: Helena Sverrisdóttir - 18 stig, 12 fráköst, 7 stoðsendingar Sigrún Sjöfn Ámundadóttir - 14 stig, 10 fráköst, 3 stoðsendingar Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 14 stig Pálína Gunnlaugsdóttir - 13 stig Hildur Sigurðardóttir - 11 stig Hildur Björg Kjartansdóttir - 4 stig Bryndís Guðmundsdóttir - 3 stig Kristrún Sigurjónsdóttir - 2 stig Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 2 stig Gunnhildur Gunnarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir skoruðu ekki og Marín Laufey Davíðsdóttir kom ekkert inná. |