© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.7.2014 | 9:22 | oskaroj
Íslensku stelpurnar spila um gullið við gestgjafana í kvöld
Íslenska kvennalandsliðið mætir heimamönnum í Austurríki í kvöld í úrslitaleiknum í Evrópukeppni Smáþjóða í St. Pölten en bæði lið hafa unnið alla leiki sína í keppninni. Leikurinn hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma.

Ísland vann 26 stiga sigur á Skotlandi í undanúrslitunum í gær, 85-59, en Austurríki komst í úrslitaleikinn eftir 12 stiga sigur í jöfnum leik á móti Möltu, 58-46. Malta var yfir 39-36 þegar þrettán mínútur voru eftir en Austurríki vann lokakafla leiksins 22-7.

Þetta er í þriðja sinn í röð sem íslenska liðið kemst í úrslitaleikinn í Evrópukeppni Smáþjóða en íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Albaníu í úrslitaleik árið 2002 og vann Lúxemborg í úrslitaleik tveimur árum síðar. Íslenska liðið spilaði einnig úrslitaleikinn á Möltu árið 1996 og vann þá Albaníu í úrslitaleik.

Austurríki hefur titil að verja en austurríska liðið vann þetta mót fyrir tveimur árum og hefur nú unnið sjö síðustu leiki sína í Evrópukeppni Smáþjóða. Austurrísku stelpurnar hafa fengið ágætan stuðning í leikjum sínum á mótinu og það verður örugglega fín stemmning í gullleiknum í kvöld.

Íslensku stelpurnar geta ekki bara tryggt sér gullið í kvöld því þær geta einnig unnið sögulegan sigur.

Íslenska kvennalandsliðið hefur aldrei unnið Austurríki en allir fjórir leikirnir hafa tapast þar á meðal með 20 stiga mun (45-65) þegar þjóðirnar mættust síðasta sem var í Evrópukeppni Smáþjóða í Austurríki árið 1998.

Leikur Íslands og Austurríki hefst klukkan 17.00 að íslenskum tíma. Hann verður í beinni tölfræðilýsingu á heimasíðu FIBA Europe og að eins og í hinum leikjunum er hægt að horfa á þá beint í gegnum netið. Úrslitaleikurinn verður aðgengilegur hérna.

Flestir sigrar í Evrópukeppni Smáþjóða kvenna:
4 - Austurríki (1989, 1993, 2012)
2 - Ísland (1996, 2004)
2 - Malta (2008, 2010)
1 - Tyrkland (1991)
1 - Albanía (2002)
1 - Lúxemborg (2006)

Flestir úrslitaleikir í Evrópukeppni Smáþjóða kvenna:
5 - Austurríki: Gull (1989, 1993, 2012) - Silfur (-) + 2014
4 - Ísland: Gull (1996, 2004) - Silfur (2002) + 2014
3 - Albanía: Gull (2002) - Silfur (1996, 2008)
3 - Lúxemborg: Gull (2006) - Silfur (1998, 2004)
3 - Írland: Gull (-) - Silfur (1989, 1991, 1993)
2 - Malta: Gull (2008, 2010) - Silfur (-)
1 - Tyrkland: Gull (1991) - Silfur (-)
1 - Makedónía: Gull (-) - Silfur (2012)
1 - Armenía: Gull (-) - Silfur (2010)
1 - Skotland: Gull (-) - Silfur (2006)

Gengi íslenska kvennalandsliðsins í Evrópukeppni Smáþjóða:
2014 - ???
2004 - 1. sæti
2002 - 2. sæti
1998 - 4. sæti
1996 - 1. sæti
1993 - 4. sæti
1991 - 5. sæti
1989 - 4. sæti
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Mix mótið í körfubolta var haldið sunnudaginn 1. júlí 2007.  Veðrið lék við körfuboltamenn og konur og sáust mörg skemmtileg tilþrif.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið