S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
16.7.2014 | 7:10 | oskaroj
Stelpurnar okkar snuðaðar um stoðsendingarnar í St. Pölten
Íslensku stelpurnar hafa verið að spila vel saman í leikjunum tveimur en hafa verið snuðaðar um margar stoðsendingar í tölfræði mótshaldara í sigrunum á Möltu og Gíbraltar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur verið duglegust að finna samherja í fyrstu tveimur leikjunum en hún hefur gefið alls 11 stoðsendingar í þeim eða 5,5 að meðaltali. Sigrún er ein af þeim leikmönnum íslenska liðsins sem eru að koma sterkir inn af bekknum í Austurríki. Hildur Sigurðardóttir hefur gefið næstflestar stoðsendingar eða átta og svo eru þær Helena Sverrisdóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir með sex stoðsendingar hvor eftir leiki riðlakeppninnar. Hér fyrir neðan má sjá réttan fjölda stoðsendinga í leikjunum tveimur ef að tölfræðingur Austurríkismanna hefði verið einbeittari í skráningu tölfræði leikjanna. Stoðsendingar Íslands á móti Möltu: Helena Sverrisdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4, Pálína Gunnlaugsdóttir 3, Hildur Sigurðardóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Kristrún Sigurjónsdóttir 1, Hildur Björg Kjartansdóttir 1, Marín Laufey Davíðsdóttir 1, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 1. Stoðsendingar Íslands á móti Gíbraltar: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 7, Hildur Sigurðardóttir 5, Bryndís Guðmunsdóttir 3, Pálína Gunnlaugsdóttir 3, Gunnhildur Gunnarsdóttir 3, Hildur Björg Kjartansdóttir 2, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 2, María Ben Erlingsdóttir 2, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 2, Helena Sverrisdóttir 1, Marín Laufey Davíðsdóttir 1. Flestar stoðsendingar Íslands í riðlakeppninni: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 11 Hildur Sigurðardóttir 8 Helena Sverrisdóttir 6 Pálína Gunnlaugsdóttir 6 Gunnhildur Gunnarsdóttir 5 Bryndís Guðmundsdóttir 3 Hildur Björg Kjartansdóttir 3 Margrét Rósa Hálfdanardóttir 3 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir hafa gefið 16 stoðsendingar saman í fyrstu tveimur leikjunum. |