© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.7.2014 | 21:28 | KKÍ | Landslið
Naumt tap hjá stelpunum eftir framlengingu - Helena með 30 stig
Íslenska kvennalandsliðið sýndi allt annan og betri leik í seinni vináttulandsleik sínum á móti Danmörku í Stykkishólmi í kvöld en varð engu að síður að sætta sig við þriggja stiga tap, 80-83, eftir æsispennandi og framlengdan leik. Danir unnu báða leikina með rétt sluppu með sigurinn í kvöld eftir stórsigur í fyrri leiknum í gær.

Helena Sverrisdóttir, fyrirliði íslenska liðsins, átti stjörnuleik en hún fór fyrir endurkomu liðsins í seinni hálfleiknum og endaði með 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolna bolta.

Danir náðu mest þrettán stiga forskoti í fyrri hálfleiknum en íslenska liðið vann sig inn í leikinn í þeim seinni og tryggði sér framlengingu með því að skora 11 síðustu stigin í fjórða leikhlutanum.

Íslensku stelpurnar gáfu allt í að koma sér inn í leikinn og misstu þær dönsku aftur frá sér í framlengingunni. Liðið gafst þó ekki upp og Kristrún Sigurjónsdóttir fékk opið þriggja stiga skot þar sem að hún gat tryggt íslenska liðinu aðra framlengingu. Það geigaði og Danir fögnuði sigri.

Danir tóku frumkvæðið fljótlega í leiknum en þær breyttu stöðunni úr 8-6 í 12-22 á rúmlega fjögurra mínútna kafla í fyrsta leikhlutanum og þær dönsku voru komnar með níu stiga forskot, 27-18, eftir fyrstu tíu mínútur leiksins.

Nýliðinn Guðbjörg Sverrisdóttir kom inn á og skoraði tvær körfur í öðrum leikhluta og báðar komu eftir stoðsendingar frá eldri systur hennar Helenu Sverrisdóttur.

Danska liðið komst mest þrettán stigum yfir í öðrum leikhluta en íslensku stelpurnar náðu að minnka muninn aftur niður í sex stig. Danir enduðu hálfeikinn á því að skella niður sínum sjöunda þristi í leiknum og komust með því tíu stigum yfir í hálfleik, 43-33.

Íslensku stelpurnar unnu sig hægt og rólega inn í leikinn á ný þar sem þær Helena Sverrisdóttir og heimastúlkan Hildur Björg Kjartansdóttir fóru fyrir íslenska liðinu.

Danir voru 73-62 yfir þegar tvær mínútur og 40 sekúndur voru eftir af leiknum og allt leit út fyrir danskan sigur. Íslenska liðið sýndi hinsvegar mikla grimmd og viljastyrk með því að vinna lokamínúturnar 11-0 og tryggja sér framlengingu. Helena skoraði öll þessi ellefu stig og jafnaði eftir stoðsendingu frá Hildi Björgu tæpum tveimur sekúndum fyrir leikslok.

Danir skoruðu fjögur fyrstu stigin í framlengingunni og danska liðið komst mest fimm stigum yfir en íslensku stelpurnar gáfust ekki upp og áttu möguleika á því að tryggja sér aðra framlengingu.

Íslenska liðið varð að sætta sig við naumt tap í kvöld en sýndi miklu betri leik í dag en í gær og það verður gaman að sjá þær á Evrópukeppni smáþjóða ef að þær halda áfram að bæta sig svona á milli leikja.

Næst á dagskrá er ferðalag til Austurríkis um helgina og svo fyrsti leikur við Möltu í St. Pölten á mánudaginn kemur.

Tölfræði íslenska liðsins:
Helena Sverrisdóttir - 30 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 5 stolnir boltar
Hildur Björg Kjartansdóttir - 13 stig, 6 fráköst
Pálína Gunnlaugsdóttir - 7 stig
Hildur Sigurðardóttir - 6 stig, 4 stoðsendingar
Kristrún Sigurjónsdóttir - 6 stig
Margrét Rósa Hálfdanardóttir - 5 stig, 2 stolnir
Guðbjörg Sverrisdóttir - 5 stig í fyrsta leiknum sínum
Bryndís Guðmundsdóttir - 4 stig
Ragna Margrét Brynjarsdóttir - 4 stig
Sigrún Ámundadóttir - 9 fráköst, skoraði ekki
Gunnhildur Gunnarsdóttir og María Ben Erlingsdóttir léku en skoruðu ekki.

Það er hægt að sjá alla tölfræði leiksins með því að smella hér.


Stelpurnar þökkuðu fyrir sig. Áhorfendur fjölmenntu í Hólminum og studdu stelpur dyggilega
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá matarboði ritnefndar Sögu KKÍ, í mars 2001.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið