© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.6.2014 | 21:30 | KGP | Yngri landslið
NM U20 - ÍSLAND-Finnland 80-78
Góður sigur gegn Finnum á þjóðhátiðardaginn.

Í dag mættu Íslendingar gestgjöfunum á öðrum leikdegi NM U20 hér í Finnlandi. Leikurinn var í járnum allan tímann og unnu Íslendingar flottan sigur 78-80.

Strákarnir okkar tóku fyrsta leikhlutann í það að venjast því hvernig Finnar spila varnarlega þar sem þeir yfirdekkuðu mjög stíft, en Íslensku strákarnir leystu það betur og betur sem á leið leikinn. Þá byrjuðu íslendingar að keyra hrattt upp völlinn og það réðu heimamenn illa við og jafnt var í hálfleik 38-38.

Seinni hálfleikur hélt uppteknum hætti og var þetta járn í járn allann tímann. Okkar styrkur var að keyra hratt upp völlinn og að fá opinn þriggja stiga skot eða komast á línuna. Finnarnir héldu sér gangandi á sóknarfráköstum. Enn var leikurinn jafn eftir þrjá leikhluta og hörku fjórði leikhluti í vændum.

Ísland spilaði með lágvaxið lið seinustu 7 mínútur fjórða leikhluta með Emil og Bagkinski undir körfunni, Matta,Martin og Val fyrir utan. Það sem þetta bauð uppá var mjög hraður leikur af okkar hálfu sóknarlega og frábær varnarleikur þar sem Ísland skipti á öllum pickum og tvöfölduðu svo á stóru mennina þeirra. Komumst við 2 stigum yfir þegar lítið var eftir þeir komast yfir með þrist við höldum í sókn og Martin setur þrist í horninu og héldum við út með mikilli baráttu frá öllum liðsmönnum í dag. Frábær sigur íslenska liðsins staðreynd.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Árni Þór Jónsson, Birkir Heimisson, Darri Hilmarsson og Hörður Helgi Hreiðarsson leikmenn U18 ára landsliðs karla í B riðli EM í Ruzomberok í Slóvakíku sumarið 2005
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið