© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
15.6.2014 | 6:00 | Kristinn | Yngri landslið
U20 mættir til Finnlands · Fyrsti leikur í dag - bein tölfræðilýsing


Íslenska karla landsliðið skipað leikmönnum í U20 er mætt til Kisikallio íþróttasvæðisins í útjaðri Helsinki til að taka þátt í Norðulandamótinu en liðið hélt utan í gærmorgun. Ásamt heimamönnum í Finnlandi mæta íslensku strákarnir Dönum og Svíum en leikið er næstu 3 daga.

Óhætt er að segja að vel fari um íslenska hópinn í Kisikallio en þar eru allar aðstæður til iðkunar afreksíþrótta til fyrirmyndar. Svæðið er uppí sveit í næsta nágrenni við Helsinki og liggur við lítið fallegt vatn. Á svæðinu eru íþróttasalir fyrir körfubolta, íshokkí, fimleika, handbolta auk fótboltavallar utandyra með gervigrasi, tennisvellir og strandblaksvöllur svo eitthvað sé nefnt. Hér eru margir hópar mættir til þess eins að æfa en fyrir 6 vikum fengu finnsku körfuknattleikslandsliðin fullan aðgang að svæðinu til æfinga og undirbúnings fyrir komandi mót í sumar. Liðin gista á snyrtilegum herbergjum með allt til alls og kaffitería sér um að fæða mannskapinn með hollum og góðum mat.

Hápunkturinn er þó glæsilegur körfuboltasalur í húsi sem áður hýsti tennisvelli. Þar er búið að leggja frábæra körfuboltavelli með fyrsta flokks, gólfi, körfum, lýsingu og hvað eina. Þarna munu öll landslið Finnlands geta æft og undirbúið sig, meðal annars finnska karlalandsliðið sem vann sér þátttöku rétt á lokakeppni HM síðasta sumar en HM á Spáni hefst í lok ágúst.

Sem stendur eru bara íslenska liðið og heimamenn mættir á svæðið en á morgun mæta Svíar og Danir en þetta mót er liður í undibúningi þeirra fyrir EM í sumar. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn Svíum mánudagskvöld kl 20.00 á staðatímar (17.00 á Íslandi). KKÍ mun flytja nánari fréttir í dag og í ljós kemur síðar hvort leikurinn verður í lifandi tölfræði beint frá Finnlandi.

Slóðin á beinu tölfræðilýsinguna má finna á heimasíðu finnska sambandsins.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ungir menn að berjast um boltann á æfingamóti í Grindavík síðla árs 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið