© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
28.4.2014 | 11:20 | Kristinn | KKÍ, Yngri flokkar
Úrslit yngri flokka 2014 · Úrslit
Stórglæsleg úrslit yngri flokka voru haldin um helgina í Smáranum, Kópavogi, þar sem níu úrslitaleikir voru leiknir og íslandsmeistarar krýndir.

Leikið var í 9. flokki og 10. flokki drengja og stúlkna, í 11. flokki drengja, Stúlkna- og Drengjaflokki og Unglingaflokki karla og kvenna.

Breiðablik sá um framkvæmd mótsins sem var glæsileg og voru allir leikir helgarinnar sýndir beint á netinu. Frábær tilfþrif sáust á parketinu og ljóst að margir frábærir leikmenn eru að koma upp úr yngriflokka starfi félaganna.

Karfan.is var að svæðinu alla helgina og tók myndir og var með umfjöllun um alla leiki og eiga hrós skilið fyrir. Allar myndir eru fengnar að láni frá þeim.

Eftirfarandi lið urðu íslandsmeistarar í sínum flokki:

9. flokkur stúlkna · Keflavík


Myndasafn karfan.is

9. flokkur drengja · ÍR


Myndasafn karfan.is

10. flokkur stúlkna · Keflavík


Myndasafn karfan.is

10. flokkur drengja · Njarðvík


Myndasafn karfan.is

11. flokkur drengja · Grindavík/Þór Þ.


Myndasafn karfan.is

Stúlknaflokkur · Keflavík


Myndasafn karfan.is

Drengjaflokkur · Haukar


Myndasafn karfan.is

Unglingaflokkur kvenna · Keflavík


Myndasafn karfan.is

Unglingaflokkur karla · Keflavík


Myndasafn karfan.is

KKÍ óskar öllum félögum, leikmönnum og þjálfurum til hamingju með veturinn.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik ÍBK og Hauka í Keflavík árið 1983.  Reynir Kristjánsson sækir að körfunni, en Jón Kr. Gíslason er til varnar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið