S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
2.9.2002 | 13:32 | bl
Framkvæmdastjóraskipti á heimsþingi FIBA
FIBA fagnar nú 70 ára afmæli sínu, en það var árið 1932 sem sjö þjóðir komu saman í Genf í Sviss og stofnuðu heimssamband í körfuknattleik. Það er því með táknrænum hætti að höfuðstöðvar sambandsins voru fluttar nú fyrr í sumar frá München í Þýskalandi til Genfar í Sviss. Á 70 árum hafa einungis tveir aðilar gegnt hinni valdamiklu stöðu framkvæmdastjóra FIBA, Englendingurinn R. William Jones frá 1932 til 1976, en frá þeim tíma Júgóslavinn Borislav Stankovic. Hann stendur nú á áttræðu, og var það eitt hið markverðasta sem gerðist á þinginu að hann lét af störfum, og með honum kvöddu nokkrir aldnir heiðursmenn. Nýr framkvæmdastjóri hefur verið tilnefndur, en það er Svisslendingurinn Patrick Baumann, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri FIBA frá árinu 1995. mt: Ólafur Rafnsson formaður KKÍ ásamt Borislav Stancovic fráfarandi framkvæmdastjóra FIBA. |