S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
Hannes S. Jónsson formaður KKÍ: Afreksstarf KKÍ
Greinin er um margt góð og mun ég í þessum pistli svara fyrir hönd stjórnar og afreksnefndar KKÍ því sem kom fram í grein Jóns Arnars. Ég og félagar mínir í stjórn og afreksnefnd KKÍ fögnum allri umræðu um starfsemi KKÍ og sérstaklega afreksstarfinu okkar sem er stór hluti af starfi KKÍ. Ég vona að við öll sem störfum í kringum körfuboltann á Íslandi viljum eiga betri landslið, yngri landslið drengja og stúlkna og A-landslið kvenna og karla. Stór hluti starfsemi KKÍ fer fram í gegnum afreksstarfið og stærsti útgjaldaliður KKÍ er afreksstarfið. Afrekstarf er dýrt og því snýst þetta um peninga að öllu leyti. Stefna KKÍ er sú að senda öll lið til keppni í verkefni sem í boði eru og að sjálfsögðu er EM yngri liða þar inni. Á hverju hausti þarf stjórn KKÍ ásamt afreksnefnd að ákveða hvaða verkefni skal fara í og hvaða lið skal senda til keppni á EM. Undanfarin ár hafa þetta verið mjög erfiðir fundir og engum sem situr í stjórn KKÍ auðvelt að taka þátt í þeirri ákvörðun að senda eitt til tvö lið á EM eða bara ekkert eins og því miður niðurstaðan var fyrir það sumar sem nú er að líða. Metnaðurinn og viljinn er svo sannarlega til staðar hjá stjórn og afreksnefnd. Að gefa í skyn að það sé stefna KKÍ að senda yngri liðin okkar ekki til keppni á EM er ekki rétt. Mikið hefur verið reynt að fá fjármagn til þess að standa undir kostnaði við afreksstarf KKÍ undanfarin ár en því miður hefur ekki nægjanlegt fjármagn náðst inn og það í raun langt frá því eins og ársreikningur KKÍ fyrir árið 2012 sýnir. Fyrirtækin í landinu eru mörg hver öll af vilja gerð til að aðstoða en það er staðreynd að auðveldara er að sækja pening þar sem árangur hefur náðst. Við Íslendingar viljum árangur strax og höfum því miður ekki mikla þolinmæði fyrir uppbyggingu. Forysta KKÍ hefur á undanförnum árum barist fyrir því ásamt öðrum innan íþróttahreyfingarinnar að fá aukið fjármagn til afreksíþrótta frá ríkisvaldinu. Við sitjum langt á eftir öðrum þjóðum sem við viljum bera okkur saman við þegar kemur að framlagi frá ríkissjóði til afreksíþrótta og íþrótta almennt. Þessu verður að breyta og það strax! Ég get skrifað langan pistil um fjármál körfuknattleiks- og íþrótthreyfingarinnar en læt staðar numið hér með það. Forysta KKÍ mun halda þessari baráttu áfram að fá fjármagn frá fyrirtækjum, ríkisvaldi og FIBA Europe. Varðandi fjölda þjóða sem taka þátt í mótum á vegum FIBA Europe þá þarf ég að leiðrétta Jón Arnar því 51 land er aðili að FIBA Europe ekki 47. EM yngri liða er skipt í A, B og C deildir í þremur árgöngum U20, U18 og U16 strákar og stelpur. Það er því mest hægt að senda sex lið til keppni á EM yngri liða á hverju sumri. Strákameginn sendu 40 lönd landslið til keppni i einhverja af þessum þrem árgöngum í A og B deild , 6 lönd sendu lið til keppni í C deild. Það gerir 46 landslið strákameginn í öllum árgöngum og keppnum. Ísland má ekki, sökum of mikillar getu, skrá nein strákalið í C-deildir en C-deildirnar eru rúmri viku styttri, meira niðurgreiddar af FIBA Europe og er kostnaðurinn um það bil 1/3 á kostnaði við A og B deildirnar. Stelpumeginn sendu 35 landslið til keppni i einhverja af þessum þrem árgöngum í A og B deild , 7 lönd sendu lið til keppni í C deild. Það gerir 42 landslið stelpumeginn í öllum árgöngum og keppnum. C-deild er ekki í U20 hjá báðum kynjum. Svo er það að sjálfsögðu þannig að sum lönd senda eitt landslið í einhverja af þessum sex keppnum á meðan önnur lönd senda öll sín landslið. En að því sem skiptir öllu máli óháð því hversu mörg lönd eru í FIBA Europe eða hversu mörg af þeim senda yngri lið á EM þá erum við í stjórn og afreksnefnd KKÍ á sama máli og Jón Arnar Ingavarsson. Við viljum veg landsliðanna okkar meiri og að yngri liðin okkar fari á EM á hverju sumri. Þannig eignumst við hér á Íslandi betri leikmenn, fleiri leikmenn fara í atvinnumennsku og A-landsliðin okkar karla og kvenna verða sterkari og samkeppnishæfari í alþjóðlegum keppnum. Ég og við sem erum í forsvari fyrir KKÍ erum tilbúin til að koma hvar sem er og halda áfram að ræða stöðu afreksmála körfuboltans á Íslandi og hvet ég alla þá sem skoðun hafa á þessum málum að hafa samband við okkur sem erum í forystu KKÍ Áfram íslenskur körfubolti, Hannes S. Jónsson Formaður KKÍ |