© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
1.7.2013 | 9:18 | Kristinn | FIBA
Spánn Evrópumeistari kvenna 2013
Það var risastór leikur sem fram fór í gær í Frakklandi þegar bestu lið mótsins, Frakkar og Spánn mættust í úrslitaleiknum.

Bæði lið voru taplaus á mótinu þegar komið var í úrslitaleikinn og útlit fyrir spennandi leik sem varð rauninn þar sem leikurinn vannst með minnsta mun, 70:69.

Spánn komst þremur stigum yfir þegar rúmar 7 sekúndur voru eftir þegar Sancho Lyttle skoraði flautukörfu og Frakkar náðu ekki að jafna og sigurinn í höfn hjá þeim spænsku í frábærum leik þar sem bæði lið innihalda margar af bestu leikmönnum Evrópu í dag.

Sancho Lyttle í liði meistaranna var kjörin besti leikmaður mótsins (MVP) en hún var með 18.4 stig og 11.1 frákast að meðaltali á mótinu. Í úrslitaleiknum var hún einmitt með 20 stig og 11 fráköst en Alba Torres var með 21 stig að auki. Hjá Frökkum var Sandrine Gruda með 25 stig.

Auk Sancho voru í úrvalsliðinu Celine Dumerc og Isabelle Yacoubou frá Frakklandi, Alba Torres Spáni og Frida Eldebrink frá Svíþjóð, sem stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu ættu að kannast við frá NM í fyrra.

Spennandi að sjá hvort karlalið Spánverja fylgi þessu eftir og verði einnig meistarar en EuroBasket karla hefst í lok ágúst og fer fram í Slóveníu.

Það var starfandi forseti FIBA Europe, Cyriel Coomans sem afhenti verðlaunin á mótinu í stað Ólafs heitins Rafnssonar sem var bráðkvaddur þegar mótið var hafið. Fánar á mótinu voru dregnir í hálfa stöng honum til heiðurs.

Myndbrot úr úrslitaleiknum

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sverrir Hjörleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, tekur hér við sigurlaununum frá Iceland Express. Sverrir er faðir Guðbjargar, sem varð Íslandsmeistari með Haukum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið