© 2000-2026 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
25.6.2013 | 14:16 | Kristinn | Landslið
A-landslið karla: Æfingar að hefjast
Framundan í júlí eru nóg um að vera hjá A-landsliði karla í undirbúningi sínum fyrir Evrópuleikina í upphafi ágúst þegar við munum leika hér heima og úti gegn Búlgaríu og Rúmeníu.

Kínaferð 16.-22. júlí
Fyrsta verkefnið er æfingamót í Kína. Íslenska landsliðinu er boðið á sterkt mót 19.-22. júlí en þá munum við leika gegn feikisterkum landsliðum heimamanna Kína, Makedóníu og Svartfjallalands.

Makedónía hafnaði í 4. sæti á síðastliðnu Evrópumóti í Litháen 2011 og Svartfjallaland tryggði sig inn taplausir á EM 2013 sem hefst í haust sl. sumar. Landslíð Kína eru núverandi Asíumeistarar en þeir buðu okkur síðast í heimsókn 2011 í undirbúningi sínum fyrir upphaf þess móts.

Ísland-Danmörk 25.-26. júlí
Í lok júlí eru fjórir æfingaleikir landsliða Íslands og Danmerkur, bæði hjá A-liðunum og U22-ára liðum karla, en bæði lið leika tvo leiki gegn hvort öðru. Leikið verður Garðabæ 25. júlí og í Toyota-höllinni í Keflvík 26. júlí.

U22-ára æfingahópurinn:
Æfingahópur U22-ára liðsins er skipaður eftirfarandi 17 leikmönnum:

Arnþór Freyr Guðmundsson · Fjölnir
Ágúst Orrason · UMFN
Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Fjölnir
Elvar Már Friðriksson · UMFN
Emil Karel Einarsson · Þór Þ.
Haukur Óskarsson · Haukar
Kristófer Acox · KR
Maciej Baginski · UMFN
Martin Hermannsson · KR
Matthías Orri Sigurðarson · KR
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Snorri Hrafnkelsson · Keflavík
Stefán Karel Torfason · Snæfell
Sæmundur Valdimarsson · Stjarnan
Tómas Heiðar Tómasson · Fjölnir
Valur Orri Valsson · Keflavík
Þorgrímur Kári Emilsson · ÍR

Emil Barja, Haukum, David Ingi Bustion, Grindavík, Ólafur Helgi Jónsson, UMFN, gáfu ekki kost á sér í verkefnið í þetta skiptið ýmist vegna dvalar erlendis eða vegna meiðsla. Elvar Már, Martin, Ragnar og Stefán Karel eru einnig í æfingahóp A-landsliðsins.

A-landsliðs æfingahópurinn:
Æfingahópur A-landsliðsins er skipaður eftirfarandi 21 leikmanni:

Jakob Örn Sigurðarsson · Sundsvall Dragons    
Brynjar Þór Björnsson · KR
Logi Gunnarsson · BC Angers 49ers    
Justin Shouse · Stjarnan    
Elvar Már Friðriksson · UMFN 
Martin Hermannsson · KR      
Hörður Axel Vilhjálmsson · MBC         
Pavel Ermolinskij · Norrköping Dolphins            
Finnur Atli Magnússon · KR
Hlynur Bæringsson · Sundsvall Dragons
Ragnar Nathanaelsson · Hamar
Stefán Karel Torfason · Snæfell
Helgi Már Magnússon · KR
Ægir Þór Steinarsson · Sundsvall Dragons     
Axel Kárason · Værlose
Haukur Helgi Pálsson · La Bruixa d'Or (áður Manresa)     
Jón Arnór Stefánsson CAI Zaragoza
Jóhann Árni Ólafsson · Grindavík  
Magnús Þór Gunnarsson · Keflavík
Sveinbjörn Claessen · ÍR
Darri Hilmarsson · Þór Þorlákshöfn

Frá hópnum sem kallaður var saman fyrir Smáþjóðaleikana í lok maí hefur Jón Ólafur Jónsson þurft að draga sig út úr verkefninu.

Darri Hilmarsson og Sveinbjörn Claessen hafa verið kallaðir inn í æfingahópinn sem kemur saman í byrjun júlí.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Fyrstu Íslandsmeistararnir fengu ekki verðlaunagrip ti eignar 1952. KKÍ færði hins vegar hverjum og einum meistaranna úr ÍKF fallegan grip mörgum árum síðar. Hér er Ingi Gunnarsson fyrirliði fyrstu meistaranna úr ÍKF með grip sinn.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið