© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
7.6.2013 | 11:00 | Kristinn | Yngri flokkar
Kristinn Pálsson leikur með Stella Azzurra í vetur


Kristinn Pálsson, 16 ára leikmaður Njarðvíkur og leikmaður yngri landsliða Íslands, þáði boð um að leika með unglingaliðinu Stella Azzurra Rome um síðastliðna páska.

Þar tók liðið þátt í sterku U19-ára alþjóðlegu móti sem haldið er árlega á Ítalíu.

Kristinn hélt út og æfði með liðinu í tæpa viku fyrir mótið sem fram fór í Lissone, sem er rétt fyrir utan Mílanó.



Kristni gekk vel á mótinu, liðið endaði í 3. sæti á mótinu þrátt fyrir að vera með mjög ungt lið og Kristinn var svo valinn besti ungi leikmaður mótsins, sem verður að teljast góður árangur, en með honum í liði eru strákar sem taldir eru vera á meðal topp 5 efnilegustu leikmanna í Evrópu í sínum árgangi.

Kristinn hafði einnig leikið með liðinu á móti í Barcelona um síðastliðin ár og stóð sig einnig vel þá sem varð til þess að þeir buðu honum aftur í heimsókn núna um páskana og sýndu áhuga á að fá hann til liðs við liðið.

Nú hefur Kristinn ákveðið að þiggja boð Stella Azzurra og vera næsta árið til að byrja með hjá liðinu þar sem hann mun stunda nám og æfa af krafti en verið er að ganga frá öllum umsóknum og leyfum svo hann geti þá haldið út í júní og æft í mánuð áður en hann kæmi heim aftur og myndi flytja endanlega í haust fyrir upphaf komandi tímabils.



Páll Kristinsson og Pálína Gunnarsdóttir, foreldrar Kristins, fóru með út til að kíkja á aðstæður yfir páskanna og leist mjög vel á. Strákarnir í liðinu búa á heimavist við íþróttahúsið og þar ganga þeir í skóla og æfa körfubolta samhliða náminu af krafti.
Stella Azzurra er í samstarfi við alþjóðlegan menntaskóla í Rome sem kennir eftir bandaríska „High School“ kerfinu þannig að eftir námið yrði hann gjaldgengur í hvaða háskóla sem er í Bandaríkjunum.

Liðið býður upp á fyrsta flokks aðstæður og eru mjög faglegir í starfi. Vel er hugsað um strákana í akademíunni, hjá þeim er kokkur sem eldar fyrir drengina, margir þjálfarar koma að liðinu, upphitunarþjálfari sér um upphitun og teygjur eftir æfingar svo dæmi sé tekið.

Hér má sjá stutt kynningarmyndband um skólann
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Æfingahópur U18 liðsins sem æfði haustið 2008 fyrir komandi átök á Norðulandamóti í Solna í Svíþjóð. Hópurinn var svo minnkaður niður í 15 manns eftir þessar æfingar og svo að lokum í endanlegan 12 manna hóp í febrúar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið