© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.5.2013 | 19:29 | Kristinn | Yngri landslið
NM · U18-karla slökktu á Svíum í seinni hálfleik


Strákarnir okkar mættu til leiks í Solna Hallen eftir svekkjandi tap í gær gegn Finnum í hörku leik. Verkefni dagsins er að ná í sigur gegn heimamönnum í staðinn.

Byrjunarlið Íslands: Dagur Kár, Maciej Baginski, Tómas, Hugi og Jón Axel.

Leikurinn fór jafnt af stað, Svíar náðu þó að breyta stöðunni úr 7:7 í 9:16. Mest varð munurinn 14 stig, en Ísland kom til baka. Munurinn eftir 1. leikhluta 9 stig, 21:32. Maciej með 11 stig, þar af 7 stig af vítalínunni.

Svíar keyrðu upp muninn í byrjun annars leikhluta. Mestur varð hann 18 stig en pressu vörn Inga Þórs og co. skilaði mörgum stolnum boltum og hægt og rólega náði íslenska liðið að minnka muninn undir 10 stig.

Dagur Kár lokaði svo leikhlutanum með flautukörfu þegar hann keyrði á vörn Svía. Munurinn í hálfleik 6 stig, 42:48 eftir að staðan hafði verið 26:44 á tíma.
Stigahæstir í hálfleik voru Maciej með 19 stig, Dagur Kár 9 stig, og Pétur Rúnar 7 stig.

Frábær byrjun Íslands í seinni hálfleik, liðið allt byrjaði af fítonskrafti í seinni hálfleik, og 2-2-1 pressan með Pétur og Dag Kár fremsta skilaði mörgum töpuðum boltum hjá Svíum. Ísland komst yfir 56:48, 14-0 kafli hjá íslenska liðinu áður en Svíar náðu að skora. Staðan þegar leikhlutinn var hálfnaður 62:51 þegar Maciej setur stóran þrist í horninu.

Ísland sigrar leikhlutann 31:16 takk fyrir, virkilega vel gert hjá okkar mönnum og 9 stiga forysta fyrir lokaleikhlutann. Maciej Baginski kominn með 26 stig.

Maciej byrjar á því að skora 2 stig og kemur Íslandi yfir 10 stigum. Svíar skora næstu 5 stig og 8 mínútur eftir af leiknum. Allt í járnum næstu mínútur og Svíar eiga góðan kafla þar sem munurinn verður minnst 3 stig. Okkar drengir berjast vel í vörn og um allan völl og Pétur og Maciej skila körfum og koma okkur 8 stigum yfir þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum.

Okkar strákar héldu út pressu Svía, enduðu á að þröngva Svíana í að tapa 28 boltum gegn 14 hjá okkur í öllum leiknum. Frábær lokasprettur og barátta hjá okkar drengjum. Lokatölur 103:87 í frábærum leik þar sem seinni hálfleikurinn var ótrúlegur hjá okkar mönnum. Allt gekk upp í vörn og sókn, allir börðust vel sem lið og það skilaði mikilvægum stoppum.

Lykilinn að sigrinum: Pressuvörn Inga Þórs og strákanna þar sem allir voru sem ein heild. Innkoma Péturs var frábær og Dagur og Maciej spiluðu mjög vel að auki.

Stigahæstu menn Íslands:
Maciej Baginski var með 36 stig, 6 fráköst, 4 stoðsendingar og 5 stolna bolta, Dagur Kár 27 stig, 5 stoðsendingar, Pétur Rúnar 19 stig, 4 stoðsendingar, 3 fráköst og 2 stolna bolta.

Næsti leikur hjá U18-karla er gegn Dönum kl. 14.15 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Trausti Eiríksson fagnaði 18 ára afmæli sínu í Bosníu í júlí 2009. Trausti sem var þar að keppa með U18 ára liði Íslands í B-deild Evrópukeppninnar fékk þessa veglegu afmælisgjöf frá liðsfélögum sínum. Sannur liðsandi þar á ferð!
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið