© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
11.5.2013 | 17:09 | Kristinn | Yngri landslið
NM · Sjóðheitir Svíar söktu U18-kvenna með þristum


U18-kvenna áttu leik þrjú í dag gegn Svíþjóð. Stelpurnar mættu vel stemmdar til leiks og mikil stemmning í öllum hópnum fyrir leik. Greinilegt að þær ætluðu sér að fylgja eftir góðum sigri í gær á Finnum.

Byrjunarlið Íslands: Ingunn Embla, Sara Rún, Hallveig, Marín Laufey og Lovísa Björt.

Stelpurnar byrjuðu frá fyrstu mínútu í svæðisvörn og létu vel í sér heyra sem og allur bekkurinn okkar. Svíar héldu sér inni í leiknum með þristum og góðri nýtingu úr þeim skotum sem þær fengu. Íslenska liðið sótti vel á körfuna og hratt upp völlinn. Svíþjóð lokaði leikhlutanum með þriggja stiga körfu og leikhlutinn fór 13:14 fyrir heimastúlkur.

Teigurinn: Sandra Lind Þrastardóttir átti frábæra byrjun og var óstöðvandi í teig Svía, setti 7 stig, Marín Laufey var einnig illviðráðanleg, skoraði 2 stig, og saman ógnuðu þær vel og opnuðu vörnina fyrir samherja sína.

Í öðrum leikhluta hélt sænska liðið sér inni í leiknum með því að raða niður skotum fyrir utan, enduðu með 7 þrista fyrir hálfleik og staðan 32:34. Leikhlutinn fór 19:20 fyrir Svíþjóð.

Stigahæstar í hálfleik: Sandra Lind 10 stig og 5 fráköst, Ingunn Embla 8 stig og 4 fráköstSeinni hálfleikur:
Jafnræðið hélt áfram með liðunum en enn á ný héldu Svíar áfram að raða niður skotum fyrir utan og náðu um 11 stiga forskoti þegar skammt var eftir af 3. leikhluta. Svíar enda með samtals 14 þrista eftir 3. leikhluta og munurinn 15 stig. Svíar skora 28 stig, þar af 21 úr þristum, og Ísland 14 stig í leikhlutanum. Staðan 46:62 og því 16 stiga munur sem okkar stelpur þurftu að vinna upp.

í 4. leikhluta var sama upp á teningnum skot þeirra sænsku fyrir utan héldu að detta. Ísland minnkaði munin í 13 stig en áhlaupi okkar var svarað jafn harðan. Á kafla gekk okkar stelpum illa að finna körfuna og lokatölur 63:82 fyrir Svía.

Niðurstaðan er tap þar sem margt hefði mátt ganga betur í sóknarleik okkar. Erfitt var að svara skotsýningu heimastúlkna sem enduðu í 17 þristum en íslenska liðið spilaði svæðiðsvörn allan tímann sem gaf fá færi á sér inni í teig en sænska liðið hitti á draumadag gegn okkar stelpum.

Stigahæstar í leiknum: Sandra Lind 16 stig og 10 fráköst, Ingunn Embla 17 stig og 7 fráköst, Marín Laufey 7 stig og 7 fráköst, Sara Rún 7 stig og 5 fráköst, Lovísa Björt 6 stig og 4 fráköst.

Næsti leikur stelpnanna og lokaleikurinn á mótinu er gegn Danmörku og hefst kl. 12.30 að íslenskum tíma, sama tíma og U16-stelpur leika, en tveir salir eru í Solna Hallen og verður því sannkallaður „Tvíhöfði“ hjá stelpunum á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum

Viðtal við Ingvar aðstoðarþjálfara eftir leik
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Kolbeinn Pálsson formaður KKÍ, og Torfi Magnússon landsliðsþjálfari A-landsliða karla og kvenna.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið