© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.5.2013 | 19:00 | Kristinn | Yngri landslið
U18-kvenna með langþráðan sigur á Finnum
Ísland vann í kvöld góðan 66:61 sigur á Finnum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð þegar liðin mættust í U18 ára flokki. Þetta er annar sigur Íslands á Finnum í kvennaflokki U18 og kom fyrri sigurinn 2006 eða fyrir 7 árum og fögnuðu okkar konur vel og innilega í leikslok.

Ísland vann í kvöld góðan 66:61 sigur á Finnum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð þegar liðin mættust í U18 ára flokki. Eftir því sem við komumst næst er þetta fyrsti sigur Íslands á Finnum í kvennaflokki U18 í átta ár eða frá árinu 2004 og fögnuðu okkar konur vel og innilega í leikslok.

Fyrirliðinn Hallveig Jónsdóttir var stigahæst í kvöld með 20 stig og 3 stoðsendingar og þá voru stöllurnar Ingunn Embla og Marín Laufey báðar með tvennu, Ingunn með 17 stig og 10 fráköst og Marín með 10 stig og 12 fráköst. Glæstur sigur en Finnar gerðu þetta ekki auðvelt fyrir íslenska liðið.

Viðtal við Hallveigu í leikslok

Ingunn Embla Kristínardóttir gerði fyrstu stig leiksins og þau urðu reyndar níu talsins hjá henni strax í fyrsta leikhluta en Ingunn var í góðum gír, keyrði upp leikhraðann í íslenska liðinu. Finnar hrukku í smá gír fyrir utan þriggja stiga línuna í upphafi gegn íslensku svæðisvörninni en Ísland sleit sig frá undir lok fyrsta leikhluta úr stöðunni 15-14 í 21-14 og þannig stóð eftir fyrsta hluta og Ingunn Embla komin með 9 stig og 6 fráköst og íslenska liðið ekki búið að taka eitt þriggja stiga skot heldur gerði það árásir trekki í trekk á körfuna. Íslendingar voru á köflum að flýta sér um of í sókninni og hefðu mátt fara betur með boltann, 16 tapaðir í fyrri hálfleik.

Þegar annar leikhluti var rétt rúmlega hálfnaður og staðan 35-20 Íslandi í vil tóku Finnar smá sprett en Ísland átti lokaorðið og leiddi 40-28 í hálfleik þar sem Marín Laufey Davíðsdóttir gerði vel að ná sóknarfrákasti eftir íslenskt víti sem vildi ekki niður og skoraði hún af miklu harðfylgi. Flottur fyrri hálfleikur hjá íslenska liðinu, léku af festu og stjórnuðu hraðanum en máttu fara betur með boltann.

Ingunn Embla og Hallveig Jónsdóttir voru báðar með 11 stig í hálfleik en Hallveig var að finna sig vel í námunda við körfuna, 5 af 5 í teignum. Þristarnir voru þó enn ófundnir, 0 af 4 fyrstu 20 mínúturnar. Finnar opnuðu með þrist strax í síðari hálfleik en Hallveig læddi yfir þær teigkörfu og var þá 6 af 6 í teignum, funheit í námunda við körfuna í dag og fór lengstum vel með sín færi. Það var ekki mikið skorað þennan þriðja leikhluta heldur gríðarleg barátta og hamagangur og þá var ein úr Hveragerði sem brosti sínu breiðasta, Marín Laufey Davíðsdóttir fann sig vel í þriðja hluta og leiddi Ísland í því að halda Finnum fjarri, staðan 50-37 fyrir fjórða og síðasta leikhluta.

Fátt benti til nokkurs annars en að Ísland myndi vinna stóran og öruggan sigur á Finnum því tæknivíti á upphafsmínútunum þar sem Hallveig setti bæði vítin og þrist strax eftir innkastið hefði verið vel til þess fallið að brjóta þær finnsku endanlega. Staðan orðin 57-41 og blússandi gangur í íslenska liðinu. Í kvöld gerðist það sem oft vill verða, Ísland fór að verja forskotið sitt, sóttu minna af krafti á finnsku körfuna og Finnar bættu við sig snúning. Þær fóru með muninn úr 16 stigum niður í 5 stig en þar við sat og lokatölur 66-61 þar sem íslenska liðið hélt haus en hefði mátt vanda sig örlítið betur á lokasprettinum. Vinnan fyrstu 30 mínútur leiksins dugði þó til sigurs og fögnuðurinn lét ekki á sér standa, sigur gegn Finnum staðreynd.

Næsti leikur hjá U18-kvenna er gegn Svíum kl. 15.00 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Viðtal við Hallveigu eftir leik
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Vals og Hauka í Laugardalshöll árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið