© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
     
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.5.2013 | 17:48 | Kristinn | Yngri landslið
NM · Hádramatískt tap U18-karla gegn Finnum


U18 ára lið karla mætti sterku liði Finna sem að venju eru með öfluga leikmenn í U18-ára liðinu sínu. Bæði lið taplaus fyrir þennan leik og því mikið í húfi upp á framhaldið.

Finnar byrjuðu betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn, mest með 11 stigum. Okkar strákar sýndu dugnað og elju, þó illa gengi á köflum að skora, að þeir náðu að minnka muninn í 1 stig fyrir lok hálfleiksins.

Villuvandræði
Maciej Baginski fór útaf í 2. leikhluta þegar hann fékk sína fjórðu villu fyrir sóknarbrot.

Stig Íslands í hálfleik: Maciej Baginski 10 stig, Dagur Kár 8 stig, Hugi Hólm 7 stig, Tómas 4 stig, Jón Axel 3 stig, Eysteinn, Pétur og Þorgeir 2 stig hver.

Seinni hálfleikur
Dagur opnaði 3. leikhluta með körfu og Íslandi náði að stoppa sóknir þeirra finnsku fyrst um sinn en Finnar spiluðu góða vörn og náðu að stoppa íslenska liðið ítrekað og keyrði upp völlinn á móti og fékk auðveldar körfur.

Maciej Baginski fékk sína fimmtu villu um miðjan 3. leikhluta og fór af velli. Staðan eftir leikhlutann 64:72 fyrir Finna.

Finnar keyrðu linnulaust á vörn okkar manna og nýttu sér hæð sinna stóru manna og fengu auðveldar körfur á meðan við þurftum oft að hafa fyrir hlutunum í sókninni. Jón Axel minkaði muninn í 7 stig þegar rúmar sjö mínútur voru eftir og nægur tími til stefnu. Munurinn var 10 stig og þegar 5 mínútur voru eftir og íslenska liðið að þjarma að eim finnsku. Jón Axel setti stóran þrist en Finnar svöruðu til að byrja með. Hægt og rólega með mikilli baráttu tókst okkar strákum að komast einu stigi yfir þegar rúmar ein og hálf mínúta var til leiksloka.

Það sem á eftir fylgdi var taugastrekkjandi fyrir alla sem á horfðu. Íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna með víti en var einu stigi undir þegar um 16 sekúndur voru eftir. Ísland braut á Finnum og sendi þá á línuna. Þeir nýttu bæði sín skot og komu muninum upp í 3 stig. Ísland tók leikhlé og reyndi þriggja stiga skot sem geigaði. Ísland braut á leikmanni Finna þegar 10 sekúndur voru eftir og sá klikkaði á báðum sínum skotum og enn von! Því miður dæmdi dómarinn að leikmaður Íslands hefði farið of snemma inn í teig og endurtaka varð seinna skotið sem hann setti niður og munurinn því kominn í 4 stig. Okkar strákar töpuðu boltanum og leikurinn kláraðist með körfu Finna 91:97.

Grátlega svekkjandi tap eftir að mikil kraftur og barátta fór í að vinna upp muninn. Með smá heppni hefði verið hægt að stela sigrinum en því miður tóst það ekki. Strákarnir eiga hrós skilið fyrir góðan leik og að eiga möguleika á sigrinum gegn öflugu liði Finnlands.

Niðurstaðan: Íslenska liðið vantaði hæð gegn stórum mönnum Finna sem settu auðveldar körfur inni í teig á okkar vörn. Ísland hafði mikið fyrir hlutunum en Finnar fengu auðveldar körfur í sóknum sínum ítrekað á móti þegar við gerðum áhlaup. Þrátt fyrir að komast inn í leikinn náðu Finnar að klára dæmið í lokinn og fyrsta tap U18 karla á mótinu staðreynd.

Stigahæstu menn Íslands:
Dagur Kár Jónsson: 25 stig, Hugi Hólm 15 stig og 9 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 14 sig og 4 stoðsendingar, Maciej Baginski 10 stig, Tómas Hilmarsson 8 stig og 5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 7 stig og 4 fráköst.

Næsti leikur hjá U18-karla er gegn Svíþjóð kl. 17.00 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jón B. Indriðason leikmaður Þórs Akureyri sækir að körfunni en Kári Marísson leikmaður Njarðvíkur verst.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið