© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.5.2013 | 20:53 | Kristinn | Yngri landslið
NM · U18-karla með sigur í lokaleiknum


U18 ára lið karla átti síðasta leik dagsins á NM gegn Noregi. Okkar strákar unnu sinn fyrsta leik í gær og Norðmenn töpuðu fyrir Svíþjóð á sama tíma.

Byrjunarlið Íslands: Dagur Kár, Hugi, Maciej, Þorgeir og Eysteinn.

Norðmenn byrjuðu vel, hittu vel og nýttu sinn stóra mann vel sem skagar 208 cm. yfir gólfflötinn. Íslenska liðið var talsvert í því að tapa boltanum til að byrja með en tóku sig saman. Staðan var 3:14 fyrir Noreg snemma í upphafi leiks og engin opin skot að detta niður. Pétur Rúnar kom með sterka innkomu þegar hann setti 2 þrista í röð og Jón Axel og Tómas áttu flottar rispur. Íslenska tók ítrekað tvö til þrjú sóknarfráköst í hverri sókn sem skilaði stigum á endanum. Frábær barátta og leikurinn hraður hjá báðum liðum. Ísland náði að jafna leikinn og staðan 18:18 eftir 1. leikhluta.Í öðrum leikhluta fóru okkar menn að spila sinn bolta og hreinlega keyrðu yfir Noreg, með því að vinna leikhlutann 8:25 og þægilegt forskot staðreynd inn í hálfleikinn.

Framtíðin:
Jan Baginski, yngri bróðir Maciej, sá um skemmtiatriðin í hálfleik, setti tvö skot niður frá miðju við mikinn fögnuð allra í húsinu. Greinilega efnilegur eins og stóri bróðir þó ungur sé.

Seinni hálfleikur:
Norðmenn hafa fengið þrusuræðu í hálfleik frá þjálfara sínum því þeir komu sterkir út úr hléi og náðu 9:2 áhlaupi. Okkar menn svöruðu því með 8:0 áhlaupi til baka og litu aldrei til baka, héldu rúmlega 20 stiga forskoti og sigruðu 80:56.Tölfræðin:
Dagur Kár 22 stig og 10 stoðsendingar, Maciej Baginski 15 stig, Jón Axel Guðmundsson 13 stig, Pétur Rúnar Birgisson 9 stig og 3 fráköst, Tómas Hilmarsson 3 stig og 10 fráköst.

Ísland var með 15 tapaða bolta en náði að knýja fram 27 hjá andstæðingnum. Íslenska liðið tók 26 fráköst í sókn og 24 í vörn gegn 12 sóknarfráköstum Noregs og 32 í vörn

Niðurstaða: Frábær sigur eftir smá ryð í byrjun. Ekki má gleyma því að leikurinn í gær var tvíframlengdur og gæti hafa setið smávegis í mönnum. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Finnum, Svíum og liði Danmerkur sem virðist vera einna sterkast í ár.

Næsti leikur strákanna er gegn Finnlandi kl. 11.00 að íslenskum tíma á morgun.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Myndasafn 2 úr leiknum
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bragi Magnússon leikmaður Skallagríms er hér í sókn gegn Rodney Dobart, leikmanni Grindvíkur. Dobart leysti af Herman Meyers í janúar þetta ár sem varð fyrir meiðslum og lék með Grindavík til sigurs það árið.

Myndin er tekin í 8-liða úrslitunum þann 10. mars 1996 en leikurinn fór 62-76 og þar með vann Grindavík 2-0.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið