© 2000-2023 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.5.2013 | 17:56 | Kristinn | Yngri landslið
NM: U16 stúlkna með sigur eftir jafnan leik
U16 stúlkur léku gegn Eistlandi í sínum fyrsta leik í dag eins og öll íslensku liðin munu gera. Liðin vöru jöfn í fyrri hálfleik og skiptust á körfum. Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks af harðfylgi og jafnaði í 28:28.

Í upphafi síðari hálfleiks pressaði íslenska liðið hluta leikhlutans 2-2-1 pressu og náðu nokkura stiga forskoti. Þær spiluðu stíft á boltann í upphafi sóknar þeirra eistnesku og náðu fljótlega forystu í seinni hálfleik. Munurinn fór aldrei niður fyrir 4 stig eftir það.

Tómas Holton, þjálfari U16 stúlkna var kátur í leikslok. „Þær náðu aldrei að jafna eftir að við náðum forystu í seinni hálfleik sem var svo mikilvægt. Við spiluðum góða hjálparvörn, eistneska liðið er talsvert hávaxnara en við og við hjálpuðum inni í teig og dekkuðum fyrir framan." sagði Tómas.

Aðspurður um stemmninguna í liðinu með sigurinn sagði Tómas „Þetta var mjög mikilvægur sigur, að byrja vel og sigra í fyrsta leik og stelpurnar eru kátar. Við náðum að stilla okkur vel fyrir leikinn saman sem léttu á spennunni fyrir leikinn. Um leið og þær sáu að þær áttu góðan möguleika í leiknum og á að ná góðum úrslitum fórum við í gang og spiluðum vel".

Lokatölur urðu 58:48 Íslandi í vil.

Stigaskor Íslands:
Eva Kristjánsdóttir#7: 19 stig og 7 fráköst
Þóra Kristín Jónsdóttir #13: 16 stig og 6 fráköst
Ingibjörg Sigurðardóttir #9: 13 stig og 3 stoðsendingar
Karen Dögg Vilhjálmsdóttir #13 og Kristrún Björgvinsdóttir #10: 4 stig hvor

Myndasafn úr leiknum

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sverrir Hjörleifsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Hauka, tekur hér við sigurlaununum frá Iceland Express. Sverrir er faðir Guðbjargar, sem varð Íslandsmeistari með Haukum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið