© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
 
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
8.5.2013 | 17:49 | Kristinn | Yngri landslið
NM: Tap hjá U18 kvenna í fyrsta leik
Íslenska U18 ára kvennaliðið mátti sætta sig við tap gegn Eistum í fyrsta mótsleik sínum á Norðurlandamótinu í Svíþjóð. Íslenska liðið sýndi góðar rispur á köflum en lokasprettur Eista í þriðja leikhluta slökkti í íslenska liðinu sem mátti sætta sig við lokatölurnar 53-68. Lovísa Björt Henningsdóttir fór fyrir íslenska liðinu með 15 stig og 11 fráköst en Ingunn Embla Kristínardóttir bætti við 10 stigum, 10 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Marín Laufey Davíðsdóttir gerði fyrstu stig Íslands á Norðurlandamótinu 2013 er hún skoraði fyrir U18 ára lið kvenna gegn Eistum. Marín átti flott gegnumbrot eftir endalínunni og skoraði laglega körfu. Báðum liðum gekk illa að finna körfuna fyrstu þrjár mínútur leiksins, fyrsti leikur mótsins og flestir að skríða saman eftir smá millilandaferðir.

Íslenska liðið var engu að síður sprækari aðilinn og komst í 7-2 eftir þriggja stiga körfu frá Lovísu Björt Henningsdóttur sem rataði í spjaldið og ofaní. Eistar tóku við sér og tóku á 4-9 sprett og komust í 11-13 en þá tók Margrét Sturlaugsdóttir leikhlé fyrir íslenska liðið sem var heldur að flýta sér í sínum sóknaraðgerðum undir lok fyrsta leikhluta.

Íslenska liðið mætti með svæðisvörn út úr sínu fyrsta leikhléi en aðeins tvö stig voru skoruð síðustu tvær mínúturnar í fyrsta leikhluta og það gerðu Eistar og leiddu því 11-15 að loknum fyrsta leikhluta. Nýting íslenska liðsins var miður góð þessar fyrstu tíu mínútur, 23% í teignum og 16,6% í þriggja og Eistar að vinna frákastabaráttuna 11-17.

Íslendingar mættu í fimmta gír inn í annan leikhluta, Lovísa Björt splæsti í annan þrist og nú ekkert nema net. Hún gerði fimm stig í röð fyrir íslenska liðið áður en Ingunn Embla bætti við þrist. Íslenska liðið hélt sig við svæðisvörnina og Eistum aðeins í einu stigi af vítalínunni fyrstu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta og náðu 12-1 kafla og staðan orðin 23-16 Íslandi í vil.

Ekki ósvipað og í fyrsta leikhluta hopaði leikur íslenska liðsins á lokakafla annars leikhluta, Eistar jöfnuðu 24-24 og leiddu svo 26-30 í hálfleik. Lovísa Björt var með 11 stig og 4 fráköst hjá íslenska liðinu í hálfleik og Hallveig Jónsdóttir va rmeð 8 stig. Nýtingin var dræm, 22,5% í teignum og þriggja stiga nýtingin var meira að segja betri, 37,5%.

Eistar opnuðu síðari hálfleik með þriggja stiga körfu og komust í 26-33. Hvorki gekk né rak hjá íslenska liðinu fyrstu fimm mínúturnar í síðari hálfleik en fyrstu stigin duttu ekki á blað fyrr en Lovísa Björt komst á vítalínuna og minnkaði muninn í 28-35.

Vítin hjá Lovísu virtust brjóta ísinn og íslenska liðið náði að jafna þar sem Marín Laufey fór mikinn. Miðherji Eista fékk svo sína fjórðu villu og Eistar fengu tæknivíti dæmt á bekkinn fyrir mótmæli og maður skyldi nú ætla að þetta mótlæti í garð Eista myndi blása vindi í segl Íslands en svo reyndist ekki vera. Ísland komst í 36-35 en Eistar svöruðu því með því að loka þriðja leikhluta 15-0! Einbeitingarskortur í íslensku vörninni gerði vart við sig undir lok þriðja leikhluta og skotin hjá Eistum fóru að detta og eins og hendi væri veifað var hnífjafn leikur dottinn í 15 stiga mun.

Snemma í fjórða leikhluta fór munurinn yfir 20 stig, Eistar komust í 38-58 og Íslendingar áttu einfaldlega ekki afturkvæmt inn í leikinn. Íslenska U18 ára liðið stóð ekki nægilega fast í fæturnar í þessari frumraun sinni á Norðurlandamótinu en sýndu á köflum mjög góða baráttu og skemmtileg tilþrif og ýmislegt sem hægt er að byggja á eftir þennan leik þrátt fyrir að sigur hafi ekki náðst inn á hafnarvigtina, lokatölur 53-68 fyrir Eistland.

Stigaskor Íslands í leiknum:
Lovísa Björt Henningsdóttir - 15 stig og 11 fráköst
Ingunn Embla Kristínardóttir - 10 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar
Sara Rún Hinriksdóttir - 8 stig og 8 fráköst
Hallveig Jónsdóttir - 8 stig og 6 fráköst
Guðlaug Björt Júlíusdóttir - 2 stig og 2 stoðsendingar

Tölfræði leiksins.

Myndasafn úr leiknum

Viðtal við Lovísu Björt eftir leikinn

Texti: Jón Björn · Karfan.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Jeb Ivey Njarðvík sækir að körfu KR í leik liðanna í nóvember 2006.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið