S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
12.2.2013 | 7:00 | Kristinn | Mótahald, Yngri flokkar
Nettómótið 2013 · 2.-3. mars
Mótið er fyrir drengi og stúlkur í minnibolta fædd árið 2001 og síðar. Leikið verður á 13 völlum og er leiktími 2x12 mínútur. Mótsgjald: · Gjald á hvern þátttakanda er kr. 6.000. · Félagsgjald; kr. 10.000 (1-5 lið), kr. 15.000 (5-10 lið) og kr. 20.000 (10 lið eða fleiri). · Innifalið í félagsgjaldi er fullur mótsaðgangur fyrir þjálfara félags og 1 aðstoðarmann á hvert lið. 28 síðna bæklingur mótsins verður sendur félögum fyrir mótið. Í honum eru allar upplýsingar um mótið. Einnig er hægt að nálgast bæklinginn á heimasíðu mótsins; www.nettomot.blog.is undir liðnum Tenglar, sem er vinstra megin á þeirri síðu. Skráning: Falur J. Harðarson, s: 896-4468 og netfang: nettomot@gmail.com. Athugið að síðasti skráningardagur er 22. febrúar kl. 22:00. Innifalið í mótsgjaldi: · 5 leikir á lið · Bíóferð Fyrir krakka 8 til 11 ára verður sýnd glæný ævintýramynd frá Disney, „Cinderella Once upon a time ... In the West" og fyrir krakka 6 og 7 ára verður sýnd teiknimyndin „Ævintýri Samma 2" (Sammy´s Adventures 2) sem er hæfir einkar vel þeim aldurshópi. · Frítt verður í Vatnaveröld - Sundmiðstöð · Hádegisverður á laugardag · Kvöldverður á laugardag · Kvöldvaka og glaðningur · Kvöldhressing á laugardagskvöld · Gisting · Morgunverður á sunnudag · Hádegisverður á sunnudag – Pizzuveisla frá Langbest · Verðlaunapeningur · Gjöf í mótslok · Reykjaneshöllin verður opin alla helgina en þar er boðið uppá einn lengsta hoppukastala landsins, boltasvæði o.fl á 7.840m² leiksvæði. · Innileikjagarðurinn Ásbrú verður opinn á laugardag frá kl. 12.30-17.30 og sunnudag frá kl. 09.00-16.30 en það er leiksvæði sem hentar sérstaklega vel fyrir yngstu kynslóðina, 2-8 ára. |