© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.8.2012 | 14:45 | Kristinn | Landslið
EM: U18 karla og A-landslið karla gegn Slóvakíu
Á morgun er sannkallaður Slóvakíu-tvíhöfði þegar U18 ára landslið karla og A-landslið karla leika gegn Slóvakíu.

U18 strákarnir leika gegn Slóvakíu kl. 11.30 að íslenskum tíma í Bosníu á Evrópumótinu en landslið Slóvakíu tekur á móti Íslandi í Slóvakíu í undankeppni EuroBasket 2013 og hefst leikurinn kl. 18.00 úti eða kl. 16.00 að íslenskum tíma.

Báðir leikir verða í lifandi tölfræði á KKÍ.is í FIBA Europe tólinu á forsíðu en fyrir áhugasama bendum við á að fylgjast með á Facebook síðu KKÍ þar sem við munum setja inn tengla á leikinn úti á netinu þegar hann er að hefjast.

ÍSLAND - ÍSRAEL á þriðjudaginn
Við minnum á gríðarlega spennandi leik ÍSLANDS og ÍSRAELS sem fram fer hér heima, leik þrjú hjá landsliðinu, á þriðjudaginn kemur kl. 19.15 í Laugardalshöll.

Miðasala er á www.midi.is og kostar aðeins 1.500 kr. fyrir 16 ára og eldri og hægt er að fá miða á alla heimaleikina fyrir 5.000 kr.

Fjölmennum og styðjum við bakið á okkar mönnum, það var frábær skemmtun að horfa á liðið gegn Serbíu.

Áfram Ísland!

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá keppni drengjalandsliðs Íslands í úrslitakeppni Evrópukeppninnar í Tyrklandi árið 1993.  Hjalti Jón Pálsson í leik gegn Ítalíu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið