© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
13.8.2012 | 21:00 | Stefán | Landslið
Lokaútkall fyrir Serbíuleikinn
Kæru félagar,

Á morgun þriðjudaginn 14. ágúst mun karlalandsliðið okkar spila sinn fyrsta leik af tíu sem þeir spila á næstu fjórum vikum í undankeppni EuroBasket (Evrópukeppninnar) 2013 sem fer fram í Slóveníu á næsta ári

Núna er verið að spila undankeppni í EuroBasket í fyrsta sinn eftir að reglum um keppnina var breytt eða A og B deildir felldar niður. Núna sitja öll lið Evrópu við sama borð en styrkleika raðað er í riðlana. Efstu tvö liðin í hverjum riðli komast beint á EuroBasket, einnig eiga liðin sem enda í þriðja sæti síns riðils möguleika á því að komast áfram. Sex efstu þjóðirnar á síðasta EuroBasket komast beint á EuroBasket 2013 og keppa því ekki í undankeppninni.

Það má segja að það hafi verið „slys“ fyrir fyrsta liðið sem við mætum í þessum riðli, Serbíu, að hafa ekki verið í topp sex á síðasta EuroBasket. Serbía er ein af stærri körfuboltaþjóðunum í heiminum í dag og má segja að Serbía sé með eitt jafnbesta körfuboltalandslið síðustu 20 árin. Serbneska liðið er að stórum hluta skipað sömu leikmönnum og slóu út lið Spánverja í 8-liða úrslitum HM 2010 og léku þeir þá um um bronsið. Síðastliðið haust lék liðið í lokakeppni EuroBasket í Litháen og endaði í 7.sæti

Margir þekktir leikmenn spila með liði Serbíu og meðal leikmanna er Milos Teodosic sem spilar með CSKA Moscow en hann var valinn besti evrópski leikmaður ársins 2010. Þjálfari Serba Dusan Ivkovic er goðsögn í körfuboltheiminum og í raun í íþróttaheiminum en hann er einn sigursælasti þjálfari Evrópu fyrr og síðar. Ivkovic hefur unnið allt sem hægt er með sínum félagsliðum og landsliði Júgóslavíu og seinna Serbíu á sínum ferli.

Önnur lið sem eru með okkur í riðli og koma hingað á næstu vikum eru:
Ísrael ( tóku þátt í síðasta lokamóti EuroBasket í Litháen 2011), Svartfjallaland ( tóku þátt í síðasta lokamóti EuroBasket í Litháen 2011), Slóvakía og Eistland

Starfsmenn, afreksnefndarmenn og stjórn KKÍ hafa lagt mikið á sig undanfarnar vikur til þess að allt geti gengið sem best fyrir sig við framkvæmd leikjanna og að fjármagna þessa kepnni. Strákarnir okkar og þjálfarateymið hafa lagt ansi hart að sér undanfarnar vikur við æfingar en æft hefur verið einu sinni til tvisvar á dag sex daga vikunnar.

Allir í kringum landsliðið okkar eru því klárir í komandi átök og tilhlökkunin er mikil.

Allir heimaleikir okkar verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV eða aukarás RÚV sem í dag kallast Ólympíurásin. Eins og staðan er í dag verða einnig þrír af fimm útileikjum okkar í beinni , sem þýðir að á næstu fjórum vikum verða átta landsleikir í beinni útsendingu og hægt er að koma í Laugardalshöllina fimm sinnum, upplifa stemmingu og sjá flottan evrópskan körfubolta.

Það er mikilvægt fyrir KKÍ og hreyfinguna að við fáum sem flesta körfubolta- og íþróttaáhugamenn til að mæta í Laugardalshöll, bæði er það mikilvægt fjárhagslega og svo fyrir strákana að finna stuðning úr stúkunni.

Ég hvet ykkur öll að fjölmenna Laugardalshöllina og styðja við bakið á okkar strákum, þetta er landsliðið okkar allra!

Áfram ÍSLAND !!!

Hannes S.Jónsson
Formaður KKÍ
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Svava Stefánsdóttir, leikmaður Keflavíkur, sækir hér að körfu Grindvíkinga í árlegum Meistaraleik KKÍ. Svava skoraði 17 stig þegar Keflavík vann með fimm stigum 73-68.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið