© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
10.8.2012 | 22:03 | Fararstjóri
Frábær sigur á Svartfjallalandi
Elvar Már lék vel í kvöld í góðu íslensku liði
Íslensku drengirnir í U18 ára landsliðinu gerðu sér lítið fyrir og sigruðu sterkt lið Svartfellinga 68-80 á Evrópumótinu í Sarajevo í kvöld.

Sigurinn var gríðarlega sætur enda er Svartfjallaland mikil körfuboltaþjóð og með afar gott lið. Þetta er sennilega fyrsti sigur íslensks landsliðs gegn þeim en það er þó ekki staðfest.

Okkar drengir sýndu það og sönnuðu að með réttu hugarfari og baráttuvilja þá er allt hægt. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir okkar menn og Svartfellingar hófu leikinn af miklum krafti og komust í 10-0! Martin Hermannsson kom íslenska liðinu á blað og smám saman komust okkar drengir í takt við leikinn. Með mikilli baráttu þá náðu okkar drengir að minnka muninn og þegar 1.leikhluta lauk þá var munurinn ekki nema 2 stig 20-18.

Annar leikhluti hófst með miklum látum og ljóst að íslenska liðið ætlaði sér ekki að missa Svartfellinga langt frá sér. Þvert á móti þá komust okkar menn loksins yfir um miðjan leikhlutann og leiddu mest með 5 stiga mun en staðan í hálfleik var 35-37 Íslandi í vil. Stefán Karel var atkvæðamestur í hálfleiknum með 8 stig en sem fyrr var það breiddin sem var að gera gæfumuninn.

Síðari hálfleikur byrjaði ekki vel hjá okkar mönnum en Svartfellingar komust 3 stigum yfir og voru afar einbeittir. Það leið þó ekki á löngu þar til að íslensku drengirnir tóku völdin og með frábærum spretti þá endaði 3.leikhlutinn 55-66 en drengirnir okkar fóru hreinlega á kostum í sóknarleiknum á þessum kafla og gerðu 29 stig í leikhlutanum!

Fjórði leikhlutinn var svo spilaður af mikilli skynsemi og krafti en greinilegt var að Svartfellingar voru pirraðir með mótlætið. Íslenska liðið lék við hvurn sinn fingur og fór munurinn mest í 18 stig. Leikurinn endaði svo þannig að Ísland sigraði glæsilega með 12 stiga mun 68-80 í hreint út sagt frábærum leik hjá liðinu.
Líkt og í leiknum gegn Sviss var það breidd liðsins sem skóp þennan sigur en margir voru að leggja fram stórt framlag í leiknum.

Helst ber að nefna Elvar Friðriksson sem setti 15 stig, gaf 7 stoðsendingar og reif niður 5 fráköst. Martin Hermannsson hélt uppteknum hætti og lék fantavel, setti 19 stig og reif 5 fráköst. Valur Orri Valsson var mjög öflugur og setti 11 stig og tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar en hann setti nokkur „stór“ skot í leiknum. Stefán Karel var traustur og skilaði 13 stigum og 6 fráköstum og þá komu þeir Hugi Hólm og Matthías Orri gríðarlega sterkir af bekknum. Hugi kom inn með mikinn kraft í vörnina og barði vel á stóru mönnum Svartfellinga auk þess sem hann skilaði 4 dýrmætum stigum. Maciej og Emil skiluðu sínu vel og þá áttu Þorgrímur, Dagur og Jens fínar innkomur.

Fínn sigur en menn verða að vera fljótir niður á jörðina því næsti leikur er strax á morgun gegn Norðmönnum en hann hefst kl 18:00 að íslenskum tíma.

Baráttan í þessum riðli er gríðarleg en Finnar og Svíar líta mjög vel út auk þess sem Norðmenn eru sýnd veiði en ekki gefin.

Drengirnir senda sem fyrr kærar kveðjur heim á klakann.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Georgia Olga Kristiansen er ein fárra íslenskra kvenna sem hafa lagt fyrir sig dómgæslu að einhverju marki.  Hún var áður leikmaður með KR í mörg ár.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið