S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
22.7.2012 | 22:30 | Kristinn | Landslið
EM: Ísland Evrópumeistari U16 stúlkna í C-deild
Í úrslitaleiknum í kvöld var Sandra Þrastardóttir var með 8 stig, 5 stoðsendingar og heil 20 fráköst í leiknum, Sara Rún 24 stig og 7 fráköst og Guðbjörg Einarsdóttir var með 8 stig. Skotland hafnaði í 3. sæti eftir sigur á Andorra í leiknum um bronsið. Þrjár í úrvalsliði mótsins Þrír leikmenn íslenska liðsins voru valdir í úrvalslið mótsins en það voru þær Sara Rún, Sandra og Guðlaug en Sara Rún var jafnframt valin besti leikmaður mótsins (MVP) sem er sannarlega glæsilegt hjá henni. Ljóst er að stelpurnar í liðinu eru feikilega efnilegar og eiga framtíðina fyrir sér. KKÍ óskar þeim og þjálfurum til hamingju með titilinn. Næstu leikir Framundan í landsliðsmálum KKÍ er æfingaleikur landsliðs karla á þriðjudaginn gegn ólympíuliði Litháa og í byrjun ágúst heldur U18 ára landslið karla í Evrópukeppnina sem fram fer í Bosníu. Landslið karla hefur svo leik á heimavelli gegn Serbíu þann 14. ágúst og eru leikirnir gegn Litháen undirbúningur fyrir komandi átök í Evrópukeppninni. Miðasala er hafin á alla leiki Íslands á www.midi.is. |