© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
23.6.2012 | 18:23 | U15 landslið
Baráttusigur gegn Pólverjum og úrslitaleikur gegn Dönum á morgun
Drengirnir í U15 unnu góðan baráttusigur gegn Pólverjum í dag í undanúrslitum Copenhagen Invitational.

Lokatölur urðu 62-55 þar sem íslenska liðið leiddi svotil allan leikinn en pólska liðið jafnaði 52-52 þegar tæpar 3 mínútur voru eftir. Kári Jónsson setti þá tvo risa þrista með stuttu millibili og strákarnir fögnuðu innilega góðum sigri.

Halldór Garðar Hermannsson opnaði leikinn með þrist og strákarnir náðu fljótlega 12-3 forskoti. Pólverjar komu sterkir til baka en staðan eftir fyrsta leikhluta var 18-16 fyrir íslenska liðið.

Í öðrum leikhluta kom góður kafli þar sem strákarnir snéru stöðunni úr 20-20 í 29-20 og voru Kristinn Pálsson og Kári Jónsson atkvæðamiklir á þessum kafla. Þessi munur hélst út hálfleikinn en staðan var 38-28 þegar hálfleikurinn skall á.

Íslenska liðið opnaði síðari hálfleikinn á tveimur góðum körfum frá þeim Hilmi og Kristni en þá kom slæmur kafli þar sem íslenska liðið skoraði ekki í tæpar 8 mínútur og pólska liðið minnkaði muninn og staðan skyndilega 42-37. Ragnar Helgi skoraði þá góða körfu og braut ísinn áður en Pólverjar gerðu tvær síðustu körfur leikhlutans og staðan 44-41 að þremur leikhlutum loknum.

Það var ekki fyrir fegurðinni að fara á síðustu 10 mínútunum. Pólska liðið spilaði mjög fasta vörn en aldrei náðu þeir að komast yfir. Kári setti stóran þrist og kom íslenska liðinu í 49-43 en um miðbik leikhlutans höfðu Pólverjar jafnað 50-50 og svo aftur 52-52. Eins og áður sagði þá komu tveir risa þristar frá Kára og sá síðari kom þegar rétt innan við mínúta var eftir. Lokasekúndurnar fóru fram á vítalínunni hjá okkar mönnum og þeir settu 4 af 6 vítum sínum og tryggðu sér sætan sjö stiga sigur.

Vítanýting okkar manna var ekki upp á marga fiska en þeir hittu úr 11 af 22 vítum sínum. Góður varnarleikur og dugnaður í fráköstum í síðari hálfleik skilaði þessum sigri og andstæðingar morgundagsins verða heimamenn en Danir unnu stóran sigur á Berlínarúrvalinu í hinum undanúrslitaleiknum.

Strákarnir nýta tímann fram að leik í að hvíla sig og ná sér góðum af því hnjaski sem hrjáir suma. Adam Smári spilaði ekki leikinn gegn Pólverjum vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í upphitun en menn eru bjartsýnir á að hann verði klár. Hilmir sýndi mikinn karakter og dugnað en hann glímir við meiðsli aftan í læri. Helena sjúkraþjálfari stefnir á að gera hann kláran í morgundaginn en að sjálfsögðu ætla strákarnir að leggja allt í sölurnar í úrslitaleik gegn hávöxnu liði Dana.

Stigaskor íslenska liðsins: Kári Jónsson 27 stig, Kristinn Pálsson 10 stig, Hilmir Kristjánsson 9, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Halldór Garðar Hermannsson 5 og Ragnar Jósef Ragnarsson 4 stig.

Úrslitaleikurinn fer fram á morgun klukkan 13:45 að íslenskum tíma, og stefnan er sett á að leikstaða verði uppfærð reglulega á facebook síðu KKÍ á meðan leik stendur.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Breiðabliksmenn settu nýtt gólf á Smárann sumarið 2008 sem er stórglæsilegt og aðeins eru körfuboltalínur merktar þar sem sjálfur völlurinn er og engar aðrar línur sem skarast þar inn á.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið