S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
24.5.2012 | 17:56 | Kristinn | Landslið
NM kvenna: Sigur í fyrsta leik gegn heimastúlkum
Nú var að ljúka leik Íslands og Noregs á Norðurlandamóti kvenna 2012. Ísland sigraði 55:82 þar sem grunnurinn að sigrinum var lagður í þriðja leikhluta sem vannst 27:7. Ísland leiddi með sex stigum í hálfleik. Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag með 20 stig og 9 fráköst og næst kom Hildur Sigurðardóttir með 11 stig og 7 fráköst. 11 af 12 leikmönnum liðsins komust á blað og skiluð allir leikmenn framlagi í leiknum sem er sterkt fyrir framhaldið á mótinu. Ísland, sem hefur ekki unnið Noreg síðan 2004, byrjar vel á mótinu með sigri í fyrsta leik og það því skemmtileg afmælisgjöf til afmælisbarns dagsins, sem er hún Ólöf Helga Pálsdóttir, sem skoraði fimm stig í leiknum. Á morgun bíður stelpnanna ærið verkefni en þá eru tveir leikir á dagskránni, fyrst gegn Svíþjóð og svo gegn Danmörku. Leikir morgundagsins er kl. 09.00 og 17.00 að íslenskum tíma. Báðir verða í beinni tölfræðilýsingu á http://live.baskethotel.com/nbbf. |