S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
20.5.2012 | 16:05 | Stefán | Yngri landslið
U18 kv: Þriðja sætið rann þeim úr greipum
Andstæðingar Íslands voru Danir en í fyrri viðureign þessa lið þá unnu Danir öruggan sigur. Frammistaða dagsins var án efa það besta sem stelpurnar sýndu á mótinu. Þær enduðu keppnina á fullum krafti en því miður þá náðu þær ekki að klára leikinn þrátt fyrir að hafa verið með gott forskot um tíma. Tölfræði: Stigahæst hjá Íslandi var Hildur Björg Kjartansdóttir með 18 stig, Hallveig Jónsdóttir með 13 stig og Margrét Rósa Hálfdanardóttir setti 11 stig. Hildur Björg var einnig frákastahæst en hún tók 14 fráköst og Andrea Björt Ólafsdóttir tók sex. Keyrðu upp muninn: Varnartaktík dagsins var 1-3-1 svæðisvörn. Stelpurnar náðu góðum takti í vörninni frá upphafi og Danirnir lentu í gífurlegum vandræðum með að skora. Langa kafla í leiknum náðu þær ekki að skora og voru fyrstu fimm mínútur leiksins þannig. Unnu þrjá leikhluta: Stelpurnar keyrðu upp muninn strax frá upphafi og leiddu mest með 16 stigum. Skotnýting Dana var afleit í byrjun og Ísland nýtti sér það. En um miðbik fjórða leikhluta opnuðust flóðgáttirnar og Danirnir fóru að negla niður þristum. Forskotið hvarf jafnt og þétt og þegar um tvær mínútur voru eftir komust Danirnir yfir í fyrsta skipti í leiknum. Íslensku stelpurnar náðu ekki forskotinu á ný eftir að Danirnir komust yfir og þær dönsku unnu 56-59. Sóknarfráköst: Danirnir tóku 28 sóknarfráköst í leiknum og fengu 88 skot gegn 52 hjá Íslandi. En þess má geta að Ísland fékk níu fleiri vítaskot. En þegar andstæðingur fær svona mörgum fleiri skot er erfitt að leggja hann að velli eins og kom í ljós í dag. Niðurstaða: Leikur dagsins var besta frammistaða liðsins á mótinu til þessa en það þurfti smá heppni að landa sigri. Sterku leikkaflarnir voru langir í leiknum en varnarlega þá voru það fráköstin sem voru að fara með liðið. |