© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.5.2012 | 14:46 | Stefán | Yngri landslið
U18 ka: Átján ára liðið taplaust í úrslit
Ísland lagði Finnland 71-64 í lokaleik U18 drengja á NM í dag. Er þá riðlakeppninni lokið og úrslitaleikurinn sjálfur framundan.

Þessi lið mætast einmitt á morgun í úrslitaleik mótsins og því má segja að leikur dagsins hafi verið forsýning fyrir morgundaginn. Báðir þjálfarar hvíldu lykilmenn í leiknum og því má segja að báðir þjálfarar hafi ekki sýnt öll sín spil í dag.

Tölfræði: Stigahæstur hjá Íslandi var Martin Hermannson með 14 stig. Dagur Kár Jónsson var með 11 stig og þeir Elvar Már Friðriksson og Valur Orri Valsson settu báðir 10. Frákastahæstur var Stefán Karel Torfason með 13 fráköst og næstur var Svavar Ingi Stefánsson með sex.

Eitt lið á vellinum: Það virtist aðeins vera eitt lið á vellinum í upphafi. Íslensku strákarnir áttu öll fráköst og þeir nýttu sér það til hins ýtrasta og fengu auðveldar körfur ásamt því að keyra upp hraðann.

20 stig Var munurinn í hálfleik en Ísland leiddi 49-29 þar sem sóknarleikurinn og varnarleikurinn var til fyrirmyndar. Þeir sóttu mikið á körfuna og voru komnir með 20 vítaskot í hálfleik.

Viðsnúningur: Finnska liðið hóf seinni hálfleikinn af miklum krafti og fóru að saxa forskot Íslands jafnt og þétt. Strákarnir misstu 20 stiga forystu niður í fimm stig á fimm mínútum. Margir tapaðir boltar og minna flæði í sókninni var orsakavaldur þess að íslenska liðið missti tökin.

Að halda: Liðið náði vopnum sínum á ný í seinni hluta þriðja leikhluta og meiri ró komst yfir allar aðgerðir þess íslenska. Staðan fyrir lokaleikhlutann var 63-52 Íslandi í vil en Dagur Kár Jónsson lokaði leikhlutanum með næstum því flautukörfu.

Að klára: Lokaleikhlutinn var jafn og liðin skiptust á körfum. Að lokum fór að Ísland vann með sjö stigum.

Breiddin: Allir leikmenn íslenska liðsins komu inná og lögðu eitthvað til málanna. Þrátt fyrir að leikurinn skipti ekki neinu máli uppá úrslitaleikinn þá fer íslenska liðið taplaust í úrslit sem er styrkur.

Niðurstaðan: Þrátt fyrir góðan sigur gaf þessi leikur lítið til kynna um styrkleika liðanna þar sem bæði lið voru að hvíla.

Næsti leikur: Úrslitaleikur gegn Finnlandi kl. 09:15 að íslenskum tíma á morgun.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla á mót á Möltu í desember 1986.  Teitur Örlygsson, Páll Kolbeinsson, Hreiðar Hreiðarsson, Einar Ólafsson, Pálmar Sigurðsson og Gunnar Þorvarðarson í einni af hinum frægu gömlu rútum á Möltu.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið