© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.5.2012 | 19:02 | Stefán | Yngri landslið
U18 kv: Danirnir númeri of stórar
Ísland tapaði lokaleik sínum í riðlakeppni NM í U18 kvenna fyirr Danmörku 81-45.

Danska liðið lék mjög vel og lét okkar stelpur hafa fyrir hlutunum. Þrátt fyrir þetta tap leika þær um þriðja sætið á sunnudag gegn Dönum. Stelpurnar eiga hvíldardag á morgun og verður hann án efa vel nýttur.

Tölfræði: Stigahæst hjá Íslandi var Margrét Rósa Hálfdanardóttir með 11 stig. Næst henni var Hildur Björg Kjartansdóttir með átta stig og Hallveig Jónsdóttir setti 6 stig. Frákastahæst var Hildur Björg með 10 fráköst og Marín Laufey Davíðsdóttir tók fimm. Hallveig Jónsdóttir og Margrét Rósa voru stoðsendingarhæstar með fjórar hvor.

Mikil læti voru í byrjun leiks og danska liðið keyrði upp hraðann. Stelpurnar áttu í vandræðum meða að ná stjórn á leiknum og Danirnir juku muninn jafnt og þétt. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-11.

Liðið tapaði alltof mörgum boltum í fyrri hálfleik en þeir voru 13 talsins. Danirnir fengu 41 skot gegn 25 frá Íslandi í fyrri hálfleik.

Sprettir í upphafi seinni hálfleiks hjá báðum liðum. Ísland skoraði fyrstu sex stigin á skömmum tíma. Þær dönsku svöruðu með 11-0 spretti. Staðan eftir þrjá leikhluta var 50-31 Dönum í vil. Þær keyrðu upp muninn.

Svæðisvörnin var ekki nógu góð og Danirnir fengu alltof mörg auðveld og opin skot. Danirnir keyrðu upp muninn jafnt og þétt og að lokum höfðu þær sigur 81-45.

Niðurstaðan: Leikur sem skipti engu máli uppá stöðuna í keppninni. Íslensku stelpurnar hafa spilað mun betur en þær fá gott tækifæri á sunnudag til að sýna það að danska liðið er ekki 36 stigum betra en þær.

Næsti leikur er gegn Dönum á sunnudag í leik um þriðja sætið.

Textalýsing á Karfan.is



Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá leik Hauka og UMFG í íþróttahúsinu við Strandgötu árið 1983.  Pálmar Sigurðsson tekur vítaskot, en andspænis standa Ólafur Þór Jóhannsson, Rafn Benediktsson og Eyjólfur Guðlaugsson.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið