© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
18.5.2012 | 11:42 | Stefán | Yngri landslið
U18 kk: Úrslitaeikur á sunnudag
Emil Karel Einarsson, fyrirliði liðsins, að setja tvö stig
Íslenska U18 ára liðið mun leika til úrslita á NM þetta árið en þeir voru rétt í þessu að skella Norðmönnum 83-42.

Varnarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar og má segja að sigurinn hafi verið nokkuð fyrirhafnarlítill. Á morgun mæta þeir Finnum en úrslit leiksins munu ekki hafa nein áhrif á íslenska liðið, það mun leika til úrslita á sunnudag sama hvernig fer! Liðsheildin var sterk í dag og þeir Valur Orri Valsson og Hugi Hólm komu magnaðir af íslenska tréverkinu og voru bestu leikmenn liðsins.

Tilraunastarfsemi: Bæði lið brydduðu upp á nokkrum varnarafbrigðum í fyrsta leikhluta. Svæði, maður á mann, box-1 og fleira gott. Íslenska liðið hélt sig svo við svæðisvörnina stærsta hluta leiks og gaf það vel.

Flautukörfur: Valur Orri Valsson splæsti í flautukörfu í lok fyrsta leikhluta með erfiðu skoti við endalínuna og kom Íslandi í 21-13. Elvar Már Friðriksson mætti svo með aðra í lok annars leikhluta, kom þá Íslandi í 35-23 fyrir hálfleik er hann keyrði upp að körfunni og kom niður erfiðu skoti. Martin Hermannsson lokaði þriðja leikhluta með flautukörfu í teignum og kom Íslandi í 52-33. Svavar Ingi Stefánsson átti lokaorðið í flautukörfukeppninni er hann lokaði leiknum með þrist, sigurinn í höfn og lokatölur 83-42.

Stóru stráka vaktin: Stockmann er skrímsli í norska liðinu og þvældist bara fyrir í fyrri hálfleik. Ekkert stig en tvö fráköst. Hann kom að einni troðslu en íslenska teigvörnin át hann í dag.

Vörnin: Íslenska vörnin var flott framan af öðrum leikhluta þar sem það tók Norðmenn fjóra og hálfa mínútu að gera sín fyrstu stig í leikhlutanum. Í þriðja leikhluta tók það Norðmenn aftur fjóra og hálfa mínútu að gera sín fyrstu stig og þá minnkuðu þeir muninn í 39-25. Það tók svo Norðmenn fjórar mínútur að gera sín fyrstu stig í fjórða leikhluta þegar þeir minnkuðu muninn í 58-35. Nákvæmlega ekkert að vörninni hjá okkar mönnum.

Innkoman: Hugi Hólm kom sterkur inn í fyrri hálfleik og reif í sig hvert frákastið á fætur öðru. Hann lét ekki þar við sitja heldur herti róðurinn í síðari hálfleik og kláraði leikinn með 9 stig og 6 fráköst. Valur Orri Valsson er langbesti sjötti maður mótsins og kom inn með 10 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

Fjögurra stiga sókn: Svavar Ingi landaði fjögurra stiga sókn, skellti þrist og setti vítið að auki. Kappinn var 3 af 3 í þristum í dag.

Niðurstaðan: Enn einn leikurinn þar sem íslenska liðið sýndu styrk sinn. Eru búnir að tryggja sér úrslitaleik þó að riðlakeppninni sé ekki lokið.

Á morgun: Ísland mætir Finnum á morgun kl. 11:00 að sænskum tíma eða 09:00 að íslenskum tíma.

Viðtal við Einar Árna um leikinn fyrr í dag á Facebook síðu KKÍ.

Textalýsing úr leiknum á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bakverðir íslenska kvennalandsliðsins sem tók þátt í undankeppni Evrópumótsins 2008. F.v. Hildur Sigurðardóttir, Helena Sverrisdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir og Ingibjörg Jakobsdóttir.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið