© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2012 | 18:59 | Stefán | Yngri landslið
U16 ka: Finnarnir sterkari
Jón Axel Guðmundsson var sterkur í sókn sem vörn í dag
Ísland tapaði fyrir Finnum 90-98 í öðrum leik sínum í U16 karla. Strákarnir buðu uppá hörkuleik en Finnarnir voru sterkari í lokin. Frákastabaráttan er enn vandamál en góðu köflunum þarf að fjölga á kostnað þeirra slæmu.

Tölfræði: Hilmir Kristjánsson og Jón Axel Guðmundsson voru stigahæstir hjá Íslandi með 18 stig hvor og þeir Gunnar Harðarson og Vilhjálmur Jensson settur 16 og 11 stig hvor. Frákastahæstur var Jón Axel Guðmundsson með 10 fráköst og Hilmir Kristjánsson tók 6 stykki.

Frábær fyrsti leikhluti sóknarlega þar sem liðið skoraði 30 stig. Sárt tap fyrir Dönum fyrr um daginn virtist ekkert sitja í leikmönnum liðsins.

Finnska liðið er ekki eins stórt og það danska fyrr í dag. Þó eru nokkrir stórir strákar í liðinu en þeir íslensku gáfu alltof mörg sóknarfráköst.

Slæmur kafli kom hjá Íslandi í seinni hluta 2. leikhluta. Þeir leiddu 42-32 en þá settu Finnarnir 21 stig gegn aðeins 2 og fóru með níu stiga forskot inní hálfleikinn 44-53.

Fráköstin eru vandamál en liðið tapaði aftur frákastabaráttunni í dag. Liðin eru að skjóta svipað varðandi nýtingu en Finnarnir eru að fá fleiri skot í leiknum.

Svæðisvörnin var upp og ofan í dag en maður á mann vörnin virtist í heildina skárri. Báðar varnirnar voru þó hriplegar á köflum.

Sóknarleikurinn er ágætur enda er liðið að skora mikið af stigum. Margir hæfileikaríkir sóknarmenn eru í liðinu en það vantar fleiri stig nærri körfunni.

Niðurstaða: Eins og fyrr í dag eru fráköstin að leika liðið grátt. Þann þátt í leiknum þarf að laga ef liðið á að eiga möguleika að vinna góða sigra.

Næsti er gegn Svíþjóð á morgun kl. 15.00 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiksins

Textalýsing á Karfan.is

Myndasafn úr leiknum á Karfan.is
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Helena Sverrisdóttir á fullri ferð gegn Kýpur á Smáþjóðaleikunum á Kýpur sumarið 2009. Íslensku stelpurnar unnu alla andstæðinga sína nema Möltubúa á leikunum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið