© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2012 | 12:32 | Stefán | Yngri landslið
U16 kv: Vörnin kaffærði þær norsku
Flottur liðssigur í dag
Fyrsti sigur kvennalandsliðs á NM síðan árið 2009 kom í hús áðan þegar U16 vann Noreg 62-29 mjög örugglega. Frábær byrjun lagði grunn að þessum góða sigri. Sigurinn aldrei í hættu og stelpurnar fögnuðu innilega í leikslok.

Tölfræðin:Stigahæst hjá Íslandi var Sara Rún Hinriksdóttir með tvennu en hún var með 21 stig og 12 fráköst. Elsa Rún Karlsdóttir skoraði 10 stig og tók 7 fráköst. Sandra Lind Þrastardóttir var með 9 stig og 8 fráköst.

Byrjunin hjá Íslandi var frábær. Þær komust í 8-0 áður en Norðmenn náðu að svara. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 30-3 og sigurinn vís. Ísland pressaði hátt og uppskáru þær margar körfur.

Einbeitingin datt niður á köflum og þá sérstaklega í seinni hálfleik. Þær hættu að pressa þegar munurinn var mikill og fóru að einbeita sér meira að sókn á hálfum velli.

Frábært að sjá þegar liðið var að keyra upp muninn notuðu þjálfararnir marga leikmenn. Þær komu allar tilbúnar inná og uku muninn jafnt og þétt allan fyrsta leikhlutann.

Ísland er með nokkra hávaxna leikmenn sem voru duglegir í fráköstunum og unnu þær frákastabaráttuna 61-49 og þar af tóku þær 20 sóknarfráköst.

Aðeins eitt af 13 þriggja-stiga skotum Íslands datt ofaní en það skot setti Guðbjörg Ósk Einarsdóttir.

Niðurstaðan: Mikilvægur sigur gegn slöku norsku liði. Allir 12 leikmenn liðsins komu tilbúnir inná og er það mikið styrkleikamerki.

Næsti leikur er gegn Danmörku kl. 18.30 að íslenskum tíma í kvöld.

Viðtal við Tómas Holton fyrir leik á Facebook síðu KKÍ.

Textalýsing úr leiknum á Karfan.is.

Myndasafn á Karfan.is.

Tölfræði leiksins
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ísland var sigursælt á Norðurlandamótinu árið 2004 í Solna í Svíþjóð. Þar unnu U16 kvk, U16 kk og U18 kk öll gullverðlaun.

Hér bíða fyrirliðar U18 kk og U16 kvk eftir að taka við bikarnum.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið