© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
17.5.2012 | 10:53 | Stefán | Yngri landslið
Stóru strákarnir í Noregi felldu Ísland
Íslensku strákarnir að stilla upp fyrir innkast
Ísland tapaði 88-96 fyrir Noregi í fyrsta leik dagsins í U16 drengja. Leikurinn var í járnum allan tímann en í lokin reyndust Norðmenn sterkari þegar uppi var fótur og fit. Í stöðunni 88-90 Noregi í vil tók íslenska liðið leikhlé. Þeir fengu innkast á miðju en ekki við framlengda þriggja-stiga línu. Olli þetta ruglingi sem endaði á því að Norðmenn stálu boltanum og komust yfir 88-92. Eftir það náði Ísland ekki að jafna og sigur Norðmanna í höfn 88-96.

Tölfræðin: Kári Jónsson og Hilmir Kristjánsson voru stigahæstir með 16 stig hvor. Jón Axel Guðmundsson var með 13 stig og Vilhjálmur Kári Jensson setti 11 stig. Kári Jónsson var frákastahæstur með 6 fráköst en þeir Pétur Rúnar Birgisson og Vilhjálmur Kári Jensson voru með 5 hvor. Pétur Rúnar Birgisson var með 6 stoðsendingar og Daði Lár Jónsson fjórar.

Frákastabaráttan var Íslandi í óhag en Norðmenn tóku 25 sóknarfráköst á meðan íslenska liðið tók í heildina 32. Þeir stigu ekki nógu vel út og var refsað grimmilega af stóru leikmönnum Noregs.

Það var mikið skorað í fyrsta leikhluta en staðan að honum loknum var 27-30 Noregi í vil.

Ísland tók leikhlé þegar 23.7 sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik. Settu upp kerfi sem endaði með körfu frá Gunnari Inga Haraldssyni. Ísland skildi ekkert eftir af klukkunni fyrir Noreg og staðan í hálfleik var 46-51 Noregi í vil.

Fjögurra stiga sókn: Ísland fékk fjögur stig úr sömu sókninni þegar Hilmir Kristjánsson setti þrist og það var brotið á honum. Hann setti vítið.

Augnablikið kom Íslandi aftur inn í leikinn. Í stöðunni 50-55 Noregi í vil og allt virtist ganga þeim í hag kom fimm stiga sókn hjá Íslandi. Dæmd var óíþróttamannsleg villa á Norðmenn. Jón Axel Guðmundsson setti bæði vítin og svo þrist í sókninni. Fimm stig hjá Íslandi og jafnt 55-55.

Niðurstaðan: Ekki nógu góð heildarframmistaða gegn norsku liði sem er að koma á óvart. Liðið lét taka sig í fráköstunu en í landsleikjum komast menn ekki með að sleppa því að stíga út.

Næsti leikur er gegn Finnlandi á eftir kl. 16.30 að íslenskum tíma.

Viðtal við Snorra Örn Arnaldsson á Facebooksíðu KKÍ fyrir leikinn.

Tölfræði leiksins

Textalýsing á Karfan.is.

Myndasafn á Karfan.is.

Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Sextán ára lið Íslands á æfingu árið 2004 í Sviþjóð. Henning Henningsson sýnir stelpunum hvernig á að gera hlutina en eitthvað virtust skilaboðin hafa skilað sér en stelpurnar urðu Norðurlandameistarar.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið