© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.5.2012 | 17:12 | Stefán | Yngri landslið
Sterk frammistaða dugði ekki til
Lovísa Falsdóttir átti flottan leik hjá Íslandi í dag
Fyrsti leikur dagsins á NM var viðureign Íslands og Finnlands í U18 kvenna.

Íslensku stelpurnar leiddu stóran hluta af leiknum og voru yfir langt fram í þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var íslensku stelpunum erfiður en þær finnsku náðu að keyra upp muninn og unnu að lokum 76-54. Lokatölur leiksins gefa ekkert til kynna um leikinn sjálfan enda var hann jafn og Ísland sýndi flotta leik mest allan tímann.

hjá Íslandi var Hildur Björg Kjartansdóttir með 17 stig. En hún skartaði tvennu þar sem hún tók einnig 11 fráköst. Marín Laufey Davíðsdóttir skoraði 12 stig og Margrét Rósa Hálfdanardóttir var með 10 stig og 5 stoðsendingar.

Fyrsta karfa Íslands á NM 2012 skoraði Lovísa Falsdóttir eftir sendingu frá Hildi Björgu Kjartansdóttur.

Um miðjan 2. leihluta smellti Marín Laufey Davíðsdóttir þrist af kantinum spjaldið ofaní eftir að Ísland hafði tekið tvö fráköst í þeirri sókn.

Vörnin var sterk til að byrja með en þegar leið á leikinn þá gaf miðjan eftir og Finnarnir nýttu sér það.

Það kom ekki nægilega mikið framlag af bekknum en aðeins tvö stig komu frá varamönnum Íslands – og var það síðasta karfa leiksins. Það þarf meira framlag frá varamönnum liðsins.

Þjarkurinn var Lovísa Falsdóttir en hún byrjaði leikinn mjög sterkt með að setja fjögur stig á skömmum tíma. En hún var föst fyrir og gerði sóknarmönnum Finna erfitt fyrir.

Stelpurnar spiluðu í nýjum og glæsilegum PEAK búningum.

Áhugavert var að sjá hve hratt stelpurnar keyrðu í bakið á Finnunum. Þær fengu margar auðveldar körfur út úr því og það virtist koma þeim finnsku á óvart.

Niðurstaða: Flott frammistaða þar sem lokatölurnar segja ekkert til um þróun leiksins.

Næsti leikur stelpnanna er gegn heimastúlkum í Svíþjóð á morgun kl. 16.30 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiksins

Viðtal við Jón Halldór Eðvaldsson á Facebook síðu KKÍ fyrir leikinn.

Viðtal við Jón Halldór Eðvaldsson á Facebook síðu KKÍ eftir leikinn.

Textalýsing á Karfan.is

Myndasafn á Karfan.is.

Viðtal við Hildi Björgu Kjartansdóttur á Karfan.is.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ívar Webster afhendir viðurkenningar á innanfélagsmóti Hauka árið 1983.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið