S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.5.2012 | 17:12 | Stefán | Yngri landslið
Sterk frammistaða dugði ekki til
Lovísa Falsdóttir átti flottan leik hjá Íslandi í dag
Íslensku stelpurnar leiddu stóran hluta af leiknum og voru yfir langt fram í þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var íslensku stelpunum erfiður en þær finnsku náðu að keyra upp muninn og unnu að lokum 76-54. Lokatölur leiksins gefa ekkert til kynna um leikinn sjálfan enda var hann jafn og Ísland sýndi flotta leik mest allan tímann. Fyrsta karfa Íslands á NM 2012 skoraði Lovísa Falsdóttir eftir sendingu frá Hildi Björgu Kjartansdóttur. Um miðjan 2. leihluta smellti Marín Laufey Davíðsdóttir þrist af kantinum spjaldið ofaní eftir að Ísland hafði tekið tvö fráköst í þeirri sókn. Vörnin var sterk til að byrja með en þegar leið á leikinn þá gaf miðjan eftir og Finnarnir nýttu sér það. Það kom ekki nægilega mikið framlag af bekknum en aðeins tvö stig komu frá varamönnum Íslands – og var það síðasta karfa leiksins. Það þarf meira framlag frá varamönnum liðsins. Þjarkurinn var Lovísa Falsdóttir en hún byrjaði leikinn mjög sterkt með að setja fjögur stig á skömmum tíma. En hún var föst fyrir og gerði sóknarmönnum Finna erfitt fyrir. Stelpurnar spiluðu í nýjum og glæsilegum PEAK búningum. Áhugavert var að sjá hve hratt stelpurnar keyrðu í bakið á Finnunum. Þær fengu margar auðveldar körfur út úr því og það virtist koma þeim finnsku á óvart. Niðurstaða: Flott frammistaða þar sem lokatölurnar segja ekkert til um þróun leiksins. Næsti leikur stelpnanna er gegn heimastúlkum í Svíþjóð á morgun kl. 16.30 að íslenskum tíma. Tölfræði leiksins Viðtal við Jón Halldór Eðvaldsson á Facebook síðu KKÍ fyrir leikinn. Viðtal við Jón Halldór Eðvaldsson á Facebook síðu KKÍ eftir leikinn. Textalýsing á Karfan.is Myndasafn á Karfan.is. Viðtal við Hildi Björgu Kjartansdóttur á Karfan.is. |