S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
||
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31 |
16.5.2012 | 7:30 | Kristinn | Yngri landslið
NM yngri landsliða hefst í dag
Tomasz · Karfan.is
Í dag er komið að stóru stundinni en seinnipartinn hefst Norðurlandamót yngri landsliða 2012 sem fram fer að venju í Solna, í Stokkhólmi. Allir leikir mótsins verða í benni tölfræðilýsingu á www.kki.is í gegnum BasketHotel. U18 ára liðin fóru út á þriðjudaginn og þessa stundina eru U16 ára liðin á leiðinni. Það eru svo U18 kvenna sem hefja leikinn í dag ásamt U18 ára liði í kvöld. Stelpurnar leika gegn liði Finnlands og strákarnir hefja leik gegn liði Danmerkur. eikir dagsins: (ísl. tími) kl. 15.00 · Ísland - Finnland · U18 kvenna kl. 19.00 · Ísland - Danmörk · U18 karla Í Solna er Stefán Þór frá KKÍ ásamt Jóni Birni og Tomaszi frá Karfan.is. Þeir munu sinna fréttaflutningi frá mótinu að venju í gegnum kki.is og karfan.is, þar sem verður að finna stutt viðtöl, myndasöfn og fréttir frá öllu því helsta, um leið og það gerist. Punktar · Leikjahæsti leikmaður strákanna er Macieij Baginski með 27 landsleiki og hjá stelpunum eru þær Lovísa Björt Henningsdóttir og Ingun Embla Kristínardóttir með 14 leiki hvor. · Níu leikmenn eru að leika sínu fyrstu landsleiki á þessu móti í ár fyrir Íslands hönd. · U18 ára lið karla er að mestu skipað þeim leikmönnum sem urðu NM meistarar U16 ára fyrir tveim árum. · Aðstoðarþjálfarar liðanna í ár eru margir í sínum fyrstu verkefnum í landsliðsstarfi KKÍ. Finnur Jónsson, Skallagrím er nýliði ásamt Hjalta Þór Vilhjálmssyni, Fjölni. · Arnar Guðjónsson er nýliði hjá KKÍ, en hann hefur verið áður NM í Solna, en þá í þjálfarateymi Danmerkur. · Henning Henningsson er hokinn af reynslu, var landsliðsþjálfari A-liðs kvenna í síðustu Evrópukeppni sem Ísland tók þátt í árið 2009 og fór með liðið á Smáþjóðaleika að auki. · Sjúkraþjálfarar íslensku liðanna, Jófríður Halldórsdóttir og Gunnlaugur Briem, eru reyndir sem leikmenn og hafa bæði farið áður á NM sem sjúkraþjálfarar. Áfram Ísland! |