© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
19.3.2012 | 10:50 | Kristinn | 1. deild karla
Skallagrímur · ÍA spila um laust sæti í IEX karla
Í gær varð það ljóst að það verða Skallagrímur og ÍA sem eigast við í lokaeinvígi um laust sæti 1. deildar karla þetta árið en liðin unnu sínar undanúrslitaseríur 2-0.

Skallagrímur lagði Hött á Egilsstöðum 77:88.

ÍA tók á móti Hamar úr Hveragerði og vann 86:72.

Þar með er ljóst að nágrannaliðin mætast í lokabaráttunni um að fylgja KFÍ upp um deild að ári. Það lið sem fyrr vinnu tvo leiki fer upp og hefjast leikar í Borgarnesi föstudaginn 23. mars næstkomandi. Leikið verður svo aftur á sunnudaginn á Akranesi þann 25. mars og ef þarf, verður oddaleikurinn þriðjudaginn 27. mars.

ÍA, sem eru nýliðar í 1. deild í ár eftir sigur í 2. deild í fyrra, léku síðast í úrvalsdeild tímabilið 1999-2000 og hafa alls sjö sinnum leikið í efstu deild. Skallagrímur var síðast í Iceland Express-deildinni árið 2008-2009 og hefur alls 16 sinnum leikið í efstu deild.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá Smáþjóðaleikunum á Möltu 1993.  Albert Óskarsson í loftfimleikum í leik gegn Luxembourg.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið