S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
10.3.2012 | 0:34 | Kristinn | 1. deild karla
Úrslit 1. deildar karla 2012
Mynd: Halldór Sveinbjarnarson · KFÍ Í kvöld lauk lokaumferð 1. deildar karla í ár og var ljóst fyrir hana að KFÍ yrði deildarmeistari 2012. Hinsvegar var ekki búið að skera úr um það í hvaða röð næstu fjögur lið myndu vera. Í baráttunni um að komast í úrslit höfðu skagamenn vinningin á kostnaði Blika. ÍA sigraði sinn leik gegn Ármanni og því dugði það ekki Blikum að sigra Hött fyrir austan. KFÍ vann Skallagrím með einu stigi og Hamar vann ÍG. Þessi úrslit þýða það að Hamar endaði í 2. sæti þar sem þeir urðu jafnir Skallagrímsmönnum að stigum en sigruðu báða leiki liðanna í vetur og eiga því innbyrðis vinningin þar. Lokastaðan: 1. KFÍ 34 stig - fara beint upp ------------- 2. Hamar 24 stig 3. Skallagrímur 24 stig 4. Höttur 22 stig 5. ÍA 18 stig ------------- 6. Breiðablik 18 stig 7. Þór Akureyri 14 stig 8. FSu 14 stig ------------- 9. ÍG 8 stig 10. Ármann 4 stig Liðin sem mætast í úrslitakeppni 1. deildar eru því: Hamar · ÍA Skallagrímur · Höttur Þau lið sem fyrr vinna tvo leiki fara í úrslit. Í úrslitum er sami háttur á, það lið sem fyrr sigrar í tveim leikjum fylgir KFÍ mönnum upp í úrvalsdeild að ári. |