S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
31.1.2012 | 10:10 | Kristinn | KKÍ
Kolbeinn sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ
Afmælisboð var haldið hátíðlegt í Ráðhúsi Reykjavíkur og voru fjölmargir gestir viðstaddir, meðal annars forseti Evrópsku Ólympíunefndarinnar. Þrír aðrir voru sæmdir þessum heiðri ásamt Kolbeini. Við afhendinguna var eftirfarandi texti lesinn fyrir gesti: „Kolbeinn hefur gegnt mörgum hlutverkum í íþróttahreyfingunni. Hann hóf snemma að iðka íþróttir og var gjaldgengur í þeim mörgum. Má þar nefna knattspyrnu, skautahlaup, handknattleik, frjálsar íþróttir og körfuknattleik. Var hann valinn í unglingalandslið bæði í handknattleik og körfuknattleik. Kolbeinn vann fjölda titla með KR á sínum íþróttaferli og lék alla landsleiki í körfuknattleik sem leiknir voru á árunum 1965-1976. Kolbeinn er eini körfuknattleiksmaður landsins sem valinn hefur verið Íþróttamaður ársins en það var árið 1966. Kolbeinn var formaður Körfuknattleikssambands Íslands tímabilið 1988-1996 og sat í stjórn Ólympíunefndar Íslands í átta ár. Kolbeinn er enn að störfum og situr m.a. í stjóðsstjórn Afrekssjóðs ÍSÍ og hefur gert frá árinu 2006.“ KKÍ óskar Kolbeini til hamingju með heiðurinn. |