© 2000-2022 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
       
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
16.12.2011 | 14:00 | Kristinn | KKÍ
Körfuknattleiksfólk ársins 2011


Jakob Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2011 af KKÍ.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jakob er valinn en Helena hefur nú alls sjö sinnum verð valin.

Körfuknattleikskona og maður ársins 2011 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum ( yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 26 einstaklingar sem komu að valinu.

Körfuknattleikskona ársins 2011:
1.sæti Helena Sverrisdóttir
2.sæti Margrét Kara Sturludóttir
3.sæti Pálína Gunnlaugsdóttir

Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Hildur Sigurðardóttir.

Körfuknattleiksmaður ársins 2011:
1.sæti Jakob Sigurðarson
2.sæti Hlynur Bæringsson
3.sæti Jón Arnór Stefánsson

Aðrir sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Logi Gunnarsson og Pavel Ermolinskji.

Jakob Sigurðarson, Sundsvall Svíþjóð
Jakob Sigurðarson er á sínu þriðja ári með Sundsvall en hann hefur leikið frábærlega með liði sínu öll árin.

Keppnistímabilið 2009-2010 var hann m.a. valinn besti leikmaður deildarinnar af netmiðlinum Eurobasket.com og á síðustu leiktíð átti hann stóran þátt í að Sundsvall varð sænskur meistari í maí 2011. Jakob tryggði liðinu oddaleik með ævintýralegri 3-stiga körfu og í úrslitaleiknum skoraði hann 31 stig og var stigahæsti leikmaður Sundsvall sem fagnaði meistaratitlinum á heimavelli.

Tölfræði Jakobs tímabilið 2010-2011:
16.1 stig á leik
3.4 fráköst á leik
3.7 stoð á leik

Tölfræði Jakobs það sem af er tímabilinu 2011-2012
18.7 stig á leik
3.1 fráköst á leik
3.0 stoð á leik

Jakob lék með íslenska landsliðinu á Norðurlandamótinu sem fram fór í Sundsvall í júlí sl og var valinn í úrvalslið mótsins en Jakob lék mjög vel með liðinu. Einnig lék Jakob með landsliðinu tvo æfingaleiki gegn Kínverjum í Kína í september sl.

Jakob komst í frægðarhöll háskólaliðsins Birmingham Southern sem hann lék með í fjögur á árunum 2001 – 2005. Sú athöfn fór fram 11. nóvember sl.

Ferill Jakobs hjá skólanum var einkar glæsilegur. Hann er á topplistum í öllum tölfræðiþáttum í sögu skólans og má þar nefna sem dæmi:

nr. 1 yfir flestar mínútur spilaðar - 3496
nr. 1 yfir oftast í byrjunarliði - 105 (jafn öðrum leikmanni)
nr. 4 yfir Stigaskor á ferli – 1468 stig
nr. 3 yfir þriggja stiga körfur skoraðar - 223
nr. 7 yfir flestar stoðsendingar - 283

Þá hefur Jakob jafnframt verið tilnefndur sem einn af þremur sem koma til greina sem íþróttamaður ársins 2011 í Sundsvall en valið verður kunngjört í febrúar 2012.


Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu
Helena Sverrisdóttir lék fjögur ár með TCU háskólanum sem er einn af stærri skólum landsins í háskólakörfuboltanum.

Tölfræði Helenu með TCU 2011:
15.7 stig á leik
5.8 fráköst á leik
4.5 stoðs. á leik

Ágrip af síðasta tímabili Helenu með TCU 2010-2011:

2010-11 (SENIOR)
• Wooden Award Watch List
• Naismith Watch List
• Two-Time MWC Player of the Week (Dec. 13 & Feb. 28)
• Preseason First Team All-Conference
• Preseason MWC Player of the Year
• Paradise Jam All-Tournament Team
• Lowe's Senior CLASS Award Candidate
• MWC All-Tournament Team

Helena útskrifaðist frá TCU háskólanum síðasta sumar. Hún fór í nýliðaval WNBA deildarinnar en var ekki valin en gerði fljótlega samning við Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu.

Helena er fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu

Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað 28 stig í leik fyrir sitt lið.

Tölfræði Helenu 2011-2012 í slóvakísku deildinni:
11.1 stig á leik
2.6 fráköst á leik

Tölfræði Helenu í Meistaradeild Evrópu:
2 stig á leik
2 fráköst á leik
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Bekkjarlið 5. b í Fellaskóla sigraði í fyrsta Landsbankamóti ÍR í minnibolta 1983, en mótið var milli 5. bekkja í Breiðholti. Frá vinstri, Kjartan G. Björnsson, Grétar V. Grétarsson, Hermann Hauksson, Börkur Jakobsson, Gunnar Þór Arnarson og Rúnar Þ. Guðmundsson. Fyrir aftan stendur þjálfari drengjanna og íþróttakennari, Sigvaldi Ingimundarson. Sem kunnugt er varð einn þessara drengja, Hermann Hauksson; landsliðsmaður í körfubolta.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið