© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
   
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
21.11.2011 | 8:15 | Kristinn | Evrópuboltinn
Jón Arnór hafði betur gegn Hauki Helga á Spáni
Í gær var söguleg stund í íslenskri körfuboltasögu þegar þeir félagar Jón Arnór og Haukur Helgi mættust í ACB-deildinni á Spáni með liðum sínum Assignia Manresa og CAI Zaragoza.

Tímabilið í ár er það fyrsta sem Ísland á tvo fulltrúa í þessari sterkustu deild Evrópu, og sú sem kemur næst á eftir NBA-deildinni.

Báðir voru þeir félagar í byrjunarliðum sinna liða í gær en leikið var á heimavelli Hauks Helga og félaga í Manresa.

Assignia Manresa leiddi framan af og voru yfir í hálfleik. Jón Arnór og félagar enduðu hinsvegar á góðum 4. leikhluta sem þeir unnu 34:21 og sigruðu leikinn eftir að hafa verið undir framan af, lokatölur 74:81.

Jón Arnór stóð sig vel, var með 20 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar á aðeins 18 mínútum sem hann spilaði sem verður að teljast mjög gott. Haukur Helgi stóð sig líka vel og var með 6 stig á þeim 12 mínútum sem hann lék, en hann hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum.

Það helsta úr leiknum í gær.

Mikið hefur verið um að vera hjá íslensku körfuboltafólki það sem af er á þessu tímabili. Sem dæmi má nefna Helenu Sverrisdóttur sem lék fyrst kvenna í Euroleague og er á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður í Slóvakíu, íslenska landsliðið á sex leikmenn í sænsku úrvalsdeildinni sem eru allir í stórum hlutverkum og Hörður Axel er í efsta sæti með liði sínu Mitteldeutscher sem er í næst efstu deild og stefnir harðbyr á Pro A-deildina á næsta ári. Auk þess eiga Íslendingar fulltrúa í dönsku úrvalsdeildinni, frönsku kvennadeildinni og í ýmsum skólum í Bandaríkjunum og víðar um heiminn.

Það er því sannarlega björt framtíð hjá íslensku körfuboltafólki hér innanlands sem utan.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Frá ferð A-landsliðs karla til Sarajevo í Bosníu v/þáttöku í undanúrslitakeppni Evrópumótsins árið 1998.  Ferja þurfti rútu liðsins yfir fljót á milli Króatíu og Bosníu, þar sem brýr höfðu verið sprengdar upp í nýafstöðnu stríði.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið