S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
2.11.2011 | 9:40 | Kristinn
Forkeppni ÓL2012
Þetta fyrirkomulag var fyrst kynnt til leiks árið 1960 og var notað í ýmsum formum til 1992 þegar því var hætt, en það var svo tekið upp aftur árið 2008. Keppni karla fer fram 2. - 8. júlí og hafa Angóla, Makedónía, Litháen og Venesúela óskað eftir því að halda mótið hjá körlum. Löndin sem taka þátt í mótinu eru í keppni karla eru Angóla, Dóminíska Lýðveldið, Makedónía, Grikkland, Jórdanía, Kórea, Litháen Nýja Sjáland, Nígería, Púertó Ríkó, Rússland og Venesúela. Þar eru evrópsku liðin fyrirfram talin líklegust til afreka. Hjá konunum verður leiki 25. júní - 1. júlí og hafa Argentína, Tékkland og Tyrkland lagt inn umsókn um að halda keppnina en þetta er í fyrsta sinn sem land utan Evrópu óskar eftir því að halda mótið. Löndin sem taka þátt í keppni kvenna eru Argentína, Kanada, Króatía, Kúba, Tékkland, Frakkland, Japan, Kórea, Mali, Nýja Sjáland, Senegal og Tyrkland, en fimm þessara liða vinna sér inn farseðili á ÓL2012. FIBA mun ákveða hvaða lönd verða gestgjafar á þessum mótum á fundi stjórnar þann 10. desember. |