S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
6.4.2002 | 20:49 | ÓÓJ
Fjölnisstrákarnir Íslandsmeistarar í 8. flokki
Fjölnir átti einnig tvo af fjórum stigahæstu leikmönnum úrslitaumferðrinnar en líkt og í 7. flokki skoraði Hjörtur Einarsson mest allra. Hjörtur sem varð Íslandsmeistrari á dögunum með sínum flokki skoraði 78 stig, sjö stigum fleira en fyrirliði Fjölnisliðsins, Hörður Vilhjálmsson og Brynjar Björnsson hjá KR en þeir gerðu báðir 71stig. Emil Jóhannsson hjá Fjölni varð síðan fjórði með 61 stig og fimmti varð síðan Atli Jónasson hjá KR sem gerði 60 stig. Íslandsmeistaralið Fjölnis í 8. flokki karla skipa annars eftirtaldir strákar en stig þeirra í lokaumferðinni fylgja með: Hörður Vilhjálmsson, fyrirliði, 71, Emil Jóhannsson 61, Valur Sigurðsson 35, Daníel Bonilla 12, Alfreð Ellertsson 11, Jón Sverrisson 7, Eyjólfur Eyjólfsson 6, Bjarki Þórðarson 3, Friðjón Pálsson, Benedikt Bjarnason, Birgir Lúðvíksson og Atli Steinn Valgarðsson. Skúli Auðunsson þjálfar strákanna. |