© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
9.9.2011 | 10:45 | Kristinn | FIBA
EM í Litháen: Þrír stórleikir í dag
Dirk er við það að vera stigahæsti leikmaður lokakeppni EM frá upphafi
Í dag er hver stórleikurinn á dagskránni í körfuboltanum en fjórir leikir eru á dagskránni.

Fyrst ber að nefna æfingaleik Kína og Íslands sem hefst rétt fyrir hádegi og er mögulega sýndur á netinu á kínversku CCTV5 stöðinni.

Á EM í Litháen mætast síðan Spánverjar og Serbía í milliriðli, en bæði lið hafa leikið einn leik í riðlinum af þremur, og því gríðarlega mikilvægir leikir sem eftir eru. Spánverjar eru í öðru sæti riðilsins á meðan Serbía er í því fjórða, jafnir Tyrkjum.

Þýskaland með Dirk Nowitzki fremstan í fararbroddi mæta Hedo Turkoglu og félögum í Tyrklandi. Dirk Nowitzki er aðeins 56 stigum frá því að bæta metið yfir flest stig á lokakeppni EM frá upphafi. Þýskaland eru neðstir í milliriðlinum en Tyrkir eru í harðri baráttu við Serba og Litháa um að komast í 8-liða úrslitin.

Að lokum mætast heimamenn í Litháen og Frakkar. Frakkland eru ósigraðir á mótinu til þessa og eru öryggir áfram í 8-liða úrslit þó það séu tveir leikir eftir í milliriðli. Litháen stendur vel að vígi eins og staðan er í dag þar sem þeir eru fyrir ofan Tyrki og Serbíu en nóg er eftir af keppninni í þessum gríðarlega sterka milliriðli.

Staðan í riðlinum: (fjögur efstu fara áfram)
1. Frakkland · 6 stig
2. Spánn · 5 stig
3. Litháen · 5 stig
4. Serbía · 4 stig
5. Tyrkland · 4 stig
6. Þýskaland · 3 stig
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Einar Bollason með Dan Majerle leikmanni Phoenix Suns, í Bandaríkjunum árið 1995 – ásamt eintaki af tímariti KKÍ, “Karfan”.
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið