S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
|||||
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
4.4.2002 | 9:46 | bl og óój
Fjórða viðureign undanúrslita í kvöld
Heimaliðin KR og UMFG hafa fullan hug á því að tapa ekki aftur á heimavelli eins og gerðist í leiks 2 og komast í oddaleik um sæti í úrslitaleikjunum. Þeir leikir verða um næstu helgi. Leikir KR - UMFN og UMFG - Keflavíkur hefjast kl. 20 í kvöld og verður leikur KR - UMFN sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn. Til frekari fróðaleiks og gamans má finna samantekt á tölfræðinni úr fyrstu þremur leikjum liðanna undir greinum á KKÍ-síðunni. Tölfræðin úr einvígi Keflavíkur og Grindavíkur er hér og tölfræðina úr einvígi Njarðvíkur og KR má finna hér. Þá má einnig finna undir greinum á KKÍ-síðunni smá samantekt um þau lið í sögu úrslitakeppninni sem hafa lent í sömu aðstöðu og KR og Grindavík eru í nú. Það er að lenda 0-2 undir í einvígi þar sem lið verða að vinna þrjá leiki. Níu lið hafa komist í þá aðstöðu en ekkert þeirra hefur komið til baka og unnið einvígið. Meira um það hér. |