S | M | Þ | M | F | F | L |
1 |
2 |
3 |
4 |
5 |
6 |
7 |
8 |
9 |
10 |
11 |
12 |
13 |
14 |
15 |
16 |
17 |
18 |
19 |
20 |
21 |
22 |
23 |
24 |
25 |
26 |
27 |
28 |
29 |
30 |
22.7.2011 | 11:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Hörður Axel #13
Fullt nafn: Hörður Axel Vilhjálmsson Hæð: 194 Aldur: 22 Gælunafn: Ég fékk gott nickname um daginn frá ungri stelpu úr Keflavík sem kallaði mig HE-man sætti mig betur við það heldur en Hössi! Giftur / sambúð? sambúð Börn: 0 Hvað eldaðir þú síðast? kjúklingarétt Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? slátur Hvað seturðu á pizzuna þína? kjötveisla á dominos hefur verið vinsælt hingað til. Uppáhalds vefsíða? karfan.is og facebook eru allavega þær sem ég sæki mest Frægasti vinur þinn á Facebook? Dísa Edwards Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? nei ekki lengur. reyni bara að borða vel og hvílast þá er ég sáttur. Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Hjalti bróðir og er enn. svo hefur Jordan alltaf skrifast hátt Erfiðasti andstæðingur? ég sjálfur Sætasti sigurinn? alltaf jafn gaman að vinna Mestu vonbrigði? Alltaf jafn mikil vonbrigði að tapa, þannig reyni að fá þá tilfinningu sem sjaldnast. Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Væri til í að spila 1-2 leiki aftur með Brynjari Þór Kristóferssyni fjölnismanni. Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hef lent í mörgum skemmtilegum atvikum síðan ég byrjaði að æfa körfubolta. Það sem stendur líklega upp úr er á Norðurlandamótinu u16. Þarna vorum við nánast allir að spila okkar fyrstu landsleiki og mikil stemning og læti í öllu liðinu. Á mótinu sjálfu hafði allt gengið upp og náðum við að peppa hvern annan upp með ótrúlegustu aðferðum sem ég hef orðið vitni af. En þetta var í úrslitaleiknum og við vorum komnir 10 stigum yfir þá setur Hjörtur Hrafn Einarsson betur þekktur sem Gísli þrist og hleypur til baka öskrandi vel völdum orðum sem voru full af testósteróni. Hleypur beint undir körfuna okkar og ætlar að snúa sér við með því að hoppa í hálfhring og finna þannig manninn sinn. Það gekk ekki betur en svo að hann flæktist í fótunum á sjálfum sér flaug á hausinn, rann útaf og tók niður auglýsingaskilti í leiðinni. Hann fær reyndar hrós fyrir hversu snöggur hann var að koma sér upp aftur. En þetta sáu allir í húsinu og skemmtu sér vel yfir. Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 14 ára með Fjölni Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? íþróttarhúsið eini staðurinn þar sem ég er undantekningarlaust lengur inni en ég ætlaði mér Vandræðalegasta augnablik? það var virkilega vandræðalegt að labba út úr íþróttarhúsinu fyrir framan mesta magn af fólki sem ég hef spilað fyrir og tapa með 40 í hreinum úrslitaleik upp á titilinn á móti snæfell 2009-2010 tímabilið. Hver á ljótasta bílinn í liðinu? líklega ég Hver er fyndnastur í liðinu? Það kemur eintóm vitleysa út úr Óla Óla, hef gaman af því. Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: fyrir ári síðan hafði ég aldrei ferðast út fyrir landið nema það væri tengt körfubolta. Uppáhalds: Lið í NBA: San Antonio Lið í Evrópska körfuboltanum: Keflavík Leikmaður í körfu: Milos Teodosic og Tony Parker í NBA Erlenda hljómsveit: engin sérstök... Innlenda hjlómsveit: Valdimar, friðrik dór er að koma sterkur inn hjá mér sem artist. Bíómynd: shawshank redemption Sjónvarpssería: how i met your mother |