© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
22.7.2011 | 19:00 | Kristinn | Landslið
Leikmannakynning: Sigurður Gunnar #15
Mynd: VF.is
Sigurður Gunnar Þorsteinsson er miðherji í landsliði Íslands og leikur í treyju númer 15.

Fullt nafn: Sigurður Gunnar Þorsteinsson
Hæð: 204
Aldur: 23
Gælunafn: Siggi

Giftur / sambúð? Sambúð
Börn: engin

Hvað eldaðir þú síðast? Lambafille á muurikkapönnunni, mæli með að allir fái sér svoleiðis!!!

Ertu matvandur, er eitthvað sem þú borðar alls ekki? ÉG matvandur? ekki þekktur fyrir það!

Hvað seturðu á pizzuna þína? pepperoní, lauk, ólífur, papriku og sveppi.

Uppáhalds vefsíða? nbaisland.blogspot.com er í miklu uppáhaldi.

Frægasti vinur þinn á Facebook? Valtýr Björn!

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki (ef já, hvernig þá)? Já, ég geri alltaf sömu rútínuna inni í klefa.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Ég byrjaði að fylgjast með körfubolta útaf Michael Jordan, og hef alltaf haldið mikið upp á hann.

Erfiðasti andstæðingur? Ætli það sé ekki Nikola Pekovic miðherji Minnesota Timberwolves

Sætasti sigurinn? Sigurinn á Evrópumeisturunum frökkum á Evrópumótinu U18 er í miklu uppáhaldi!

Mestu vonbrigði? 5. leikur á móti Snæfelli í fyrra og fjórframlengdi leikurinn á móti KR fyrir tveimur árum

Ef þú fengir að velja einn leikmann í heiminum í þitt lið, hver yrði það? Dennis Rodman

Segðu okkur frá skemmtilegu / skondnu atviki sem gerst hefur í leik: Man ekki eftir neinu sérstöku í leik en man eftir einu skondnu atriði úr unglingalandsliðsferð þar sem Hörður Helgi (leikmaður Vals) og Hafþór Júlíus (sterkasti maður Íslands) höfðu deilt herbergi saman í 4 daga. Seinasta kvöldið var Haffi að tannbursta sig inn á baði og Höddi labbar inn á baðherbergið og spyr hvað í ósköpunum Haffi sé að gera með sinn tannbursta í munnvikunum, og þá svara Haffi að þetta sé sinn tannbursti og þeir fóru eitthvað að þræta um þetta og komust að því að þeir höfðu deilt sama tannburstanum í 4 daga.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki? 15 ára á Ísafirði

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Skutulsfjörður

Vandræðalegasta augnablik? Ætli það sé ekki fyrsta viðtalið mitt í Keflavík eftir úrslitaleik í Poweradebikarnum sem við unnum, held að það hafi ekki skilst eitt orð sem ég sagði :)

Hver á ljótasta bílinn í liðinu? Hörður Axel ekki spurning

Hver er fyndnastur í liðinu? þetta er hörð barátta milli Brynjars og Óla Óla, en Brilli veit sjaldnast af því að hann sé fyndinn

Komdu með eina staðreynd um þig sem flestir vita ekki um: Virkilega góður dansari

Uppáhalds:
Lið í NBA: Chicago Bulls
Lið í Evrópska körfuboltanum: Ekkert sérstakt lið
Leikmaður í körfu: Derrick Rose er í miklu uppáhaldi
Erlenda hljómsveit: enginn sérstök
Innlenda hjlómsveit: Hjálmar
Bíómynd: get ekki gert upp á milli góðra mynda
Sjónvarpssería: How I met your mother
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Flosi Sigurðsson barnungur með körfubolta. Hann er sonur Sigurður „stóra
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið