© 2000-2024 Körfuknattleikssamband Íslands, Íþróttamiðstöðinni Laugardal, 104 Reykjavík, Sími 514-4100, Fax 514-4101, kki@kki.is
Viðburðadagatal
S M Þ M F F L
 
 
 
 
 
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
| 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 | 2008 | 2009 | 2010 | 2011 | 2012 | 2013 | 2014 | 2015 | 2016 |
2.4.2002 | 22:17 | óój
Stúdínur unnu fyrsta leikinn eftir framlengingu
Stúdínur unnu í kvöld fyrsta leikinn gegn KR í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍS vann leikinn 86-82 en staðan var 74-74 eftir venjulegan leiktíma. ÍS komst mest 17 stigum yfir þegar tæpar sjö mínútur voru eftir en KR-liðið gafst ekki upp, vann upp foskotið og Guðbjörg Norðfjörð tryggði KR framlengingu með því að skora þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. ÍS hafði síðan betur í framlengingunni. KR vann fráköstin í leiknum 58-30 þar af tóku KR-stúlkur 18 fleiri sóknarfráköst í leiknum. Töpuðu boltarnir voru hinsvegar 27 hjá KR eða átta fleiri en hjá Stúdínum.

Meadow Overstreet átti frábæran leik hjá ÍS og gerði 33 stig og gaf 5 stoðsendingar en Alda Leif Jónsdóttir var með 20 stig, 7 stolna bolta, 6 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá var Lovísa Guðmundsdóttir með 8 stig og 6 stoðsendingar og Svana Bjarnadóttir gerði 8 stig og sex af stigum sínum í fjórða leikhluta.

Hjá KR var Guðbjörg Norðfjörð með 28 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar, Helga Þorvaldsdóttir gerði 15 stig og gaf 6 stoðsendingar og Gréta María Grétarsdóttir var með 13 stig, 10 fráköst, 6 stoðsendingar og 4 stolna bolta.

Það má finna tölfræði leiksins hér en einnig er hægt að finna fleiri fróðlegar tölur úr þessum fyrsta leik undir greinum hér á KKÍ-síðunni. Hægt er að nálgast þær tölfræðipælingar hér.
Mótayfirlit
Mótayfirlit allra flokka
Ingi Gunnarsson leikmaður og fyrirliði ÍKF var snjall bakvörður
DómarahorniðLeiðararTölfræðiSaganViðtalið